Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 962/2017

Nr. 962/2017 18. október 2017

REGLUR
um tæknilega staðla vegna innri aðferða við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa þegar fengið heimild Fjármálaeftirlitsins til að beita innri aðferðum við útreikning á eiginfjárkröfum, á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 eða reglugerðar um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.

2. gr.

Innri aðferðir fjármálafyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki sem fá heimild Fjármálaeftirlitsins til að reikna eiginfjárkröfur á grundvelli innri aðferða skulu taka tillit til reglugerðar (ESB) nr. 529/2014 frá 12. mars 2014, með áorðnum breytingum, sbr. 3. gr. þessara reglna.

Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til að beita innramatsaðferð við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu er heimilt að taka tillit til reglugerðar (ESB) 2015/1556 frá 11. júní 2015, sbr. 3. gr. þessara reglna.

3. gr.

Birting tæknilegra staðla.

Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 529/2014 frá 12. mars 2014 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi mat á hvort breytingar og viðbætur á innramatsaðferð (IRB) og þróaðri mæliaðferð (AMA) teljast verulegar, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/942 frá 4. mars 2015 um breyt­ingar á reglugerð (ESB) nr. 529/2014 varðandi tæknilega eftirlitsstaðla varðandi mat á hvort breytingar og viðbætur vegna innri aðferða við útreikninga á eiginfjárkröfum vegna markaðs­áhættu teljast verulegar, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1556 frá 11. júní 2015 um tækni­lega eftirlitsstaðla varðandi tímabundna meðhöndlun áhættuskuldbindinga vegna hluta­bréfa innan innramatsaðferðar, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 57/2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, vísar Fjármálaeftirlitið til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 529/2014 og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/942 og 2015/1556 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):

  1. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1468926741009&uri=CELEX: 32014R0529, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 148, þann 20. maí 2014, bls. 36-49;
  2. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=celex:32015R0942, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 154, þann 19. júní 2015, bls. 1-7; og
  3. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1468927332424&uri=CELEX: 32015R1556, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 244, þann 19. september 2015, bls. 9-10.

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar með heimild í b- og d-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Fjármálaeftirlitinu, 18. október 2017.

Unnur Gunnarsdóttir.

Sigurður Freyr Jónatansson.


B deild - Útgáfud.: 14. nóvember 2017