1. gr. Allar veiðar á sæbjúgum í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu. Leyfi til sæbjúgnaveiða skulu gefin út fyrir hvert fiskveiðiár. Ráðherra er heimilt að fela Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til sæbjúgnaveiða sé talin ástæða til að takmarka veiðarnar eða endurskipuleggja stjórnun þeirra. 2. gr. Einungis skulu gefin út níu veiðileyfi. Veiðileyfum skal úthluta til skipa sem stundað hafa veiðar á sæbjúgum á síðustu þremur fiskveiðiárum. Ef fleiri en níu aðilar hafa stundað veiðarnar, þá skulu þeir sem mestan afla hafa ganga fyrir öðrum við úthlutun. Ef færri en níu aðilar hafa stundað veiðarnar, sbr. 1. gr., þá skal hlutkesti ráða hverjir fá úthlutað þeim leyfum sem ekki verður úthlutað á grundvelli 1. mgr. Skilyrði fyrir útgáfu leyfis til sæbjúgnaveiða er að skip hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni. Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um leyfi til sæbjúgnaveiða fyrir 1. ágúst ár hvert og skal umsóknarfrestur vera 2 vikur. 3. gr. Skilgreind veiðisvæði sæbjúgna eru eftirfarandi: 1. Austurland: 1. 65° 05,40' N - 13° 21,00' V 2. 65° 05,40' N - 13° 33,00' V 3. 64° 43,20' N - 13° 53,40' V 4. 64° 43,20' N - 13° 41,40' V 5. 65° 05,40' N - 13° 21,00' V 2. Faxaflói: 1. 64° 06,00' N - 22° 24,00' V 2. 64° 06,00' N - 22° 49,20' V 3. 64° 21,00' N - 22° 49,20' V 4. 64° 21,00' N - 22° 24,00' V 5. 64° 06,00' N - 22° 24,00' V 3. Aðalvík: 1. 66° 21,00' N - 23° 03,00' V 2. 66° 21,00' N - 23° 15,00' V 3. 66° 25,80' N - 23° 15,00' V 4. 66° 25,80' N - 23° 03,00' V 5. 66° 21,00' N - 23° 03,00' V Veiðar eru heimilaðar utan skilgreindra veiðisvæða. Ekki er heimilt í einni og sömu veiðiferð að veiða innan skilgreinds veiðisvæðis og utan. Við veiðar á sæbjúgum skal plógstærð ekki fara yfir 2,5 m. Þá er lágmarksmöskvastærð netpoka 100 mm. 4. gr. Á hrygningatíma sæbjúgna eru veiðar óheimilar, sem hér segir: 1. Frá 1. maí til og með 30. júní á svæði milli lína réttvísandi vestur frá Reykjanesvita (63°48,00' N og 22°41,90' V) og norður frá Skagatá (66°07,20' N og 20°05,90' V). 2. Frá 1. júní til og með 31. júlí á svæði milli lína réttvísandi norður frá Skagatá (66°07,20' N og 20°05,90' V) og réttvísandi austur frá Glettinganesi (65°30,50' N og 13°36,30' V). 3. Frá 1. júní til og með 31. júlí á svæði milli lína réttvísandi austur frá Glettinganesi (65°30,50' N og 13°36,30' V) og réttvísandi vestur frá Reykjanesvita (63°48,00' N og 22°41,90' V). 5. gr. Auk skila á afladagbókum samkvæmt reglugerð nr. 557/2007 um afladagbækur skal skipstjóri senda Hafrannsóknastofnuninni vikulega, á mánudegi, upplýsingar um afla og veiðisvæði undanfarandi viku á því formi sem Hafrannsóknastofnunin ákveður. 6. gr. Við vigtun og skráningu á sæbjúga gilda ákvæði reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. Skipstjóri skal gefa upp veiðisvæði, sbr. 3. gr., við vigtun afla á hafnarvog. 7. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 17. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Heimilt er Fiskistofu að svipta skip leyfi til sæbjúgnaveiða, sem gefið er út með stoð í reglugerð þessari vegna brota gegn lögum eða reglugerð þessari. Missi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fellur jafnframt úr gildi leyfi til sæbjúgnaveiða. 8. gr. Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1051/2009 um veiðar á sæbjúgum. Ákvæði til bráðabirgða. Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um leyfi til sæbjúgnaveiða á fiskveiðiárinu 2013/2014 fyrir 4. september 2013 og skal umsóknarfrestur vera 2 vikur. Þeir aðilar sem þegar hafa sótt um leyfi fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 þurfa ekki að sækja aftur um. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. ágúst 2013. F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóhann Guðmundsson. Hrefna Karlsdóttir. |