1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir dagsetningunni „27. september 2019“ í inngangsmálslið greinarinnar kemur: nr. 352/2021 frá 10. desember 2021.
- Við 1. tölul. greinarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1122 frá 8. júlí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 sem bætir NIBOR-vöxtunum á og fjarlægir LIBOR-vextina af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sem komið var á samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
2. gr.
Á undan fylgiskjali 1 kemur nýtt fylgiskjal, sem er birt með reglugerð þessari, sem verður fylgiskjal 1 og breytist númeraröð annarra fylgiskjala í samræmi við það.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í g-lið 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 20. apríl 2022.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Gunnlaugur Helgason.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|