Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
A-liður 3. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: staðfesta áhættumat útgerða fyrir íslensk skip og áhættumat hafna og gera áhættumat fyrir hafnaraðstöðu.
2. gr.
Í stað 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Samgöngustofa gerir áhættumat fyrir hafnaraðstöðuna og staðfestir áhættumat hafnar. Samgöngustofa staðfestir verndaráætlun hafnaraðstöðu og hafnar.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík, 27. mars 2025.
Halla Tómasdóttir. (L. S.)
Eyjólfur Ármannsson.
|