Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 11/2025

Nr. 11/2025 27. mars 2025

LÖG
um breytingu á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 (áhættumat hafnaraðstöðu).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

A-liður 3. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: staðfesta áhættumat útgerða fyrir íslensk skip og áhættumat hafna og gera áhættumat fyrir hafnaraðstöðu.

 

2. gr.

Í stað 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Samgöngustofa gerir áhættumat fyrir hafnaraðstöðuna og staðfestir áhættumat hafnar. Samgöngustofa staðfestir verndar­áætlun hafnaraðstöðu og hafnar.

 

3. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 27. mars 2025.

 

Halla Tómasdóttir.
(L. S.)

Eyjólfur Ármannsson.


A deild - Útgáfud.: 31. mars 2025