Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 11. júlí 2022:
HTML-texti og PDF-skjal: Tilvísun til reglugerðar í EES-viðbæti í lok 3. gr. var með hlekk í ranga reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB). Hlekkur í rétta reglugerð hefur verið settur inn.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 775/2022

Nr. 775/2022 27. júní 2022

REGLUR
um aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum fyrir starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um vátryggingamiðlara skv. lögum nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga.

 

2. gr.

Vátryggingafjárhæðir starfsábyrgðartrygginga.

Vátryggingamiðlarar skulu við töku starfsábyrgðartrygginga skv. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga, fylgja ákvæði 1. liðar 1. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1935, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1935 frá 13. maí 2019, um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum fyrir starfsábyrgðartryggingu og fyrir fjárhagslega getu vátryggingamiðlara og endurtryggingamiðlara, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndar­innar nr. 157/2020 frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 212-213.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 5. mgr. 12. gr. laga nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga, öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 27. júní 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Björk Sigurgísladóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 29. júní 2022