- Frestur til að skila umsóknum um lækkun á fyrirframgreiðslu ársins 2019, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1212/2018, er til 31. maí 2019 vegna lögaðila. Umsóknir ásamt gögnum skulu því í síðasta lagi hafa verið sendar rafrænt á netfangið [email protected] fyrir lok umsóknarfrests.
- Forsendur fyrir lækkun fyrirframgreiðslunnar eru þær að skatt- eða gjaldstofnar vegna tekjuársins 2018 séu a.m.k. 25% lægri en þeir stofnar sem fyrirframgreiðslan ákvarðast af, þ.e. tekjuárið 2017, og að álögð gjöld 2019 muni af þeim sökum að lágmarki verða 100.000 kr. lægri en við álagningu 2018.
- Umsækjanda ber að sýna fram á forsendur fyrir lækkun á fyrirframgreiðslu með framlagningu skattframtals 2019 ásamt lögboðnum fylgiskjölum. Ársreikningar skulu fylgja skattframtölum rekstraraðila. Hafi umsækjandi skilað rafrænu framtali 2019 ásamt fylgigögnum er nægilegt að vísa til þess í umsókninni.
- Vakin er athygli á því að heimilt er að óska eftir endurupptöku á ákvörðun ríkisskattstjóra innan þriggja mánaða frá dagsetningu úrskurðar.
- Auglýsing þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1212/2018 og tekur þegar gildi.
Reykjavík, 4. janúar 2019.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri.
|