1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 4. tl., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2067 frá 31. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1321/2013 að því er varðar að fella færslur SF-001 til SF-010 brott úr skrá Sambandsins yfir leyfð reykbragðefni á forstigi framleiðslu. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 794.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|