Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 252/2020

Nr. 252/2020 24. mars 2020

AUGLÝSING
(III) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fisk­veiði­árinu 2019/2020 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftir­farandi sveitarfélögum:

 

Vesturbyggð vegna Bíldudals og Brjánslækjar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Bíldudals og Brjánslækjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkom­andi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorsk­ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Blönduósbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta fyrir Blönduósbæ með eftir­farandi viðauka/breytingum:

a) Í 1. gr. reglugerðarinnar, c-lið, breytist „í viðkomandi byggðarlagi“ og verður: í viðkom­andi sveitarfélagi.
b) Í 1. gr. reglugerðarinnar, d-lið, breytist „í viðkomandi byggðarlagi“ og verður: í viðkom­andi sveitarfélagi.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipta 75% úthlutaðs byggðakvóta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, og 25% skal skipt í hlutfalli við hlutdeild í rækju á grunnslóð (Húnaflóa­rækju) miðað við hlutdeild skipanna 1. september 2019.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020 í Blönduós­höfn eða Skagastrandarhöfn.

 

Sveitarfélagið Skagafjörður vegna Sauðárkróks og Hofsóss.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Sauðárkróks og Hofsóss með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi: Hámarksúthlutun fiski­skipa yfir 50 brúttó­tonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorsk­ígildistonn á skip.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Grýtubakkahreppur vegna Grenivíkur.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Grýtubakkahrepps með eftir­farandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 1/3 hluti byggðakvótans skiptist jafnt milli þeirra skipa sem sækja um og 2/3 hlutum skal skipt í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

 

Langanesbyggð vegna Bakkafjarðar og Þórshafnar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Bakkafjarðar og Þórshafnar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Nýr stafliður (d) svohljóðandi bætist við í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi: Einungis skip sem eru minni en 300 brúttótonn fá úthlutun.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Sveitarfélagið Hornafjörður.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Hornafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 15% úthlut­aðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglu­gerðarinnar, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorsk­ígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019. Því sem eftir stendur af byggðakvóta skal skipt hlutfalls­lega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan land­aðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkom­andi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

 

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. mars 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þorsteinn Sigurðsson.


B deild - Útgáfud.: 25. mars 2020