Í samræmi við 3. mgr. 23. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, 2. mgr. 5. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og 5. gr. laga um háskóla nr. 63/2006, hefur mennta- og menningarmálaráðherra gefið út hæfniramma um íslenska menntun sem tengdur er við evrópskan hæfniramma um menntun (European Qualification Framework, EQF).
Hæfnirammi um íslenska menntun telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur. Markmið hæfnirammans er meðal annars að auka gagnsæi innan íslenska menntakerfisins, mynda brýr milli formlegs og óformlegs náms og auðvelda samanburð við menntakerfi annarra Evrópulanda. Námslok eru tengd við hæfniþrep og varpar ramminn ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi. Hann getur þannig auðveldað samanburð, gagnsæi og hreyfanleika á milli kerfa og landa.
Hæfnirammi um íslenska menntun er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari á íslensku og ensku.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 6. apríl 2021.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Páll Magnússon.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|