Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1298/2020

Nr. 1298/2020 7. desember 2020

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

1. gr.

3. gr. reglnanna breytist og orðast svo:

Til að hefja nám við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdents­prófi eða sambærilegu prófi. Lokapróf frá háskólabrú Keilis eða frá háskólagrunni Háskól­ans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

 

2. gr.

7. gr. reglnanna breytist og orðast svo:

Til að hefja nám við stjórnmálafræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Lokapróf frá háskólabrú Keilis eða frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík (áður Tækni­háskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

 

3. gr.

1. mgr. 11. gr. reglnanna orðast svo:

Til að hefja nám við læknadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nemendur sem lokið hafa prófi frá tækni- og verkfræðigrunni háskólagrunns Háskól­ans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) eða verk- og raunvís­indadeild háskólabrúar Keilis teljast uppfylla inntökuskilyrði deildar­innar.

 

4. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum félags­vísinda­sviðs og heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opin­bera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 7. desember 2020.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2020