1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna:
Suðurprófastsdæmi: Selfoss- og Eyrarbakkaprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Árborgarprestakall.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra: Digranes- og Hjallaprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Digranes- og Hjallaprestakall.
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: Ás-, Langholts- og Laugarnesprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Laugardalsprestakall.
Vestfjarðaprófastsdæmi: Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Ísafjarðarprestakall.
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi: Akureyrar- og Laugalandsprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Akureyrar- og Laugalandsprestakall.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Reykjavík, 6. október 2020.
Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings.
|