1. gr.
1. gr. reglnanna orðast svo:
Lífvísindasetur Háskóla Íslands (e. Biomedical Center, BMC) er rannsóknarstofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Lífvísindasetur er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum lífvísinda. Setrið er vistað á Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands, sbr. 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og 4. og 8. gr. reglna nr. 200/2019 um Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands. Um samstarf Lífvísindaseturs við önnur fræðasvið háskólans eða aðrar stofnanir, og fjármál því tengd, skulu gerðir sérstakir samningar. Slíkur samningur tekur gildi að fenginni staðfestingu viðkomandi fræðasviðs eða stofnunar og að fenginni samþykkt Heilbrigðisvísindastofnunar.
2. gr.
d-liður 2. gr. reglnanna orðast svo:
Stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði lífvísinda og annarra heilbrigðisvísindagreina og efla tengsl við atvinnu- og þjóðlíf.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:
- Orðin „og læknisfræði“ í 1. málslið 1. mgr. falla brott.
- Í stað orðanna „líf- og læknisfræði“ í 1. málsið 3. mgr. koma orðin: lífvísinda og tengdra greina.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „læknadeildar“ í 1. málslið 1. mgr. koma orðin: deilda sviðsins.
- 4. málsliður 1. mgr. orðast svo:
Í stjórn skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40%, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
- 2. málsliður 2. mgr. orðast svo:
Jafnframt fundar formaður stjórnar með stjórn Heilbrigðisvísindastofnunar og með stjórn heilbrigðisvísindasviðs að jafnaði einu sinni á ári.
5. gr.
2. málsliður 2. mgr. 6. gr. reglnanna orðast svo:
Sama gildir ef forsetar deilda heilbrigðisvísindasviðs, forseti sviðsins eða rektor ber fram slíka ósk og hafa þeir þá málfrelsi og tillögurétt á fundinum.
6. gr.
1. málsliður 1. mgr. 7. gr. reglnanna orðast svo:
Stjórn fjallar um öll málefni Lífvísindaseturs, mótar starfsemi þess, ber ábyrgð á fjármálum þess gagnvart forseta fræðasviðs og stjórn Heilbrigðisvísindastofnunar, semur fjárhagsáætlun og gerir tillögu til forseta fræðasviðs um fjárveitingar og skiptingu þeirra ásamt skiptingu annarra tekna.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:
- Fyrirsögn greinarinnar verður: Mannauður.
- 1. mgr. orðast svo:
Heimilt er að ráða forstöðumann að stofnuninni. Forseti heilbrigðisvísindasviðs ræður forstöðumann á grundvelli, hæfnismats skv. ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009, umsagnar stjórnar stofnunarinnar og að fenginni tillögu sviðsstjórnar. Forseti setur forstöðumanni erindisbréf þar sem nánar er kveðið á um verksvið hans og starfsskyldur við stjórnsýslu og rannsóknir.
- 1. og 2. málsliður 3. mgr. orðast svo:
Forstöðumaður skal hafa akademískt hæfi sem fræðimaður, vísindamaður eða sérfræðingur. Hann skal hafa lokið doktorsprófi eða samsvarandi menntun ásamt þekkingu á aðferðafræði og reynslu af vinnu við rannsóknir.
- Við 4. mgr. bætist nýr málsliður aftast, svohljóðandi:
Auk þess stundar hann rannsóknir á sínu sérsviði.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „læknadeild“ í f-lið 1. mgr. kemur orðið: deildum.
- Í stað orðsins „mótframlög“ í g-lið 1. mgr. kemur orðið: fjárveiting.
- Í stað orðanna „skrifstofustjóra læknadeildar“ í 3. mgr. kemur orðið: heilbrigðisvísindasviðs.
9. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, að fenginni tillögu stjórnar heilbrigðisvísindasviðs, öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. apríl 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|