1. gr.
Á eftir orðunum „Master of Public Health“ í upptalningu lærdómstitla í grein 2.1 í 55. gr. reglnanna koma orðin: Master of Science in Epidemiology and Biostatistics (MS).
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. reglnanna:
- Nýr b-liður 1. mgr. orðast svo: Til BA-prófs í blaðamennsku.
- Núverandi e-liður 1. mgr. fellur brott.
- Aðrir bókstafsliðir taka breytingum samkvæmt ofangreindu.
- 20. mgr. fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. reglnanna:
- Á eftir orðinu „hjúkrunarfræði“ í 1. málsl. 7. mgr. 98. gr. reglnanna koma orðin: , þ.m.t. hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólagráðu,
- Í stað orðsins „60“ í 2. málsl. 7. mgr. 98. gr. reglnanna kemur orðið: 22.
- Í stað orðsins „þremur“ í 2. málsl. 7. mgr. 98. gr. reglnanna kemur orðið: sex.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. desember 2023.
Jón Atli Benediktsson.
|