Virðisaukaskattur er ekki innifalinn í upphæðunum. 1. gr. Skráning fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda. Póst- og fjarskiptastofnun skal halda skrá yfir öll fjarskiptafyrirtæki sem hafa tilkynnt að þau muni starfa á grundvelli almennrar heimildar, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti. Póst- og fjarskiptastofnun skal halda skrá yfir póstrekendur sem starfa samkvæmt almennri heimild, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 19/2002, um póstþjónustu.
1.1. Gjald fyrir skráningu fjarskiptafyrirtækis | kr. 9.000 | 1.2. Gjald fyrir skráningu póstrekanda | kr. 9.000 |
2. gr. Leyfisbréf fyrir búnað fyrir þráðlaus fjarskipti. Leyfisbréf fyrir notkun búnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti eru gefin út af Póst- og fjarskiptastofnun þegar hann er tekinn í notkun, við eigendaskipti og við allar breytingar á búnaði. Sjá 6. gr.um búnað sem er leyfisskyldur.
2.1. Leyfisbréf skipa og flugvéla með milli-/stuttbylgjustöð | kr. 7.000 | 2.2. Leyfisbréf skipa og flugvéla án milli-/stuttbylgjustöðvar | kr. 4.000 | 2.3. Leyfisbréf radíóstöðva á landi (fasta-, far- og jarðstöðvar) | kr. 2.500 | 2.4. Leyfisbréf fyrir útvarpssenda | kr. 2.500 | 2.5. Leyfisbréf fyrir fastasambönd | kr. 5.000 |
3.1. Radíóáhugamannaleyfi | kr. 2.800 | 3.2. Skírteini loftskeytamanna og talstöðvavarða | kr. 2.800 | 3. gr. Leyfi og skírteini fyrir einstaklinga.
4. gr. Skoðunargjald fyrir radíótæki í skipum og flugvélum. 4.1. Skoðunargjald fyrir radíótæki í skipum og flugvélum með milli-/stuttbylgju | kr. 57.500 | 4.2. Skoðunargjald fyrir radíótæki í skipum og flugvélum án milli- /stuttbylgju | 36.500 | 4.3. Aukaskoðun radíótækja skv. 4.1. | 34.500 | 4.4. Aukaskoðun radíótækja skv. 4.2. | 21.900 |
5. gr. Ýmis gjöld. 5.1. Innsiglisgjald, sbr. 6.12. | kr. 4.800 |
Fyrir aðra þjónustu skal greiða samkvæmt útseldum taxta fyrir viðkomandi starfsmann. 6. gr. Almenn ákvæði og skilmálar.
6.1. Eigandi og/eða seljandi sendibúnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti skal senda Póst- og fjarskiptastofnun skriflega umsókn um leyfi til notkunar hans ásamt nauðsynlegum upplýsingum um búnaðinn og tilgang notkunar. Sendar sem eru leyfisskyldir eru: - Allir sendar sem ákveða þarf tíðni fyrir í hverju tilfelli, þ.m.t. útvarpssendar, talstöðvar á metra- og desimetrabylgju, sendar fyrir fastasambönd og jarðstöðvar. - Fjarskiptabúnaður í skipum, loftförum og öðrum farartækjum, sbr. 63. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti. Sendar sem ekki eru leyfisskyldir eru: - Notendabúnaður í almennri fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. farsímar og Tetra talstöðvar. - Almenningstalstöðvar í viðurkenndum tíðnisviðum, þ.m.t. 27 MHz. - Lágaflsbúnaður í sérstökum tíðnisviðum fyrir ákveðna notkun, t.d. fjarstýringar, sjá lista á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pta.is. Tæknilegir eiginleikar senda sem ekki eru leyfisskyldir verða að vera í samræmi við reglur Póst- og fjarskiptastofnunar eins og þær eru á hverjum tíma.
6.2. Verði leyfi veitt gefur Póst- og fjarskiptastofnun út leyfisbréf þar sem tilgreind eru skilyrði fyrir leyfinu, tíðni, tæknieiginleikum búnaðarins, leyfistíma o.fl. Fyrir hvert leyfi greiðist leyfisbréfagjald samkvæmt gjaldskrá þessari. Gjaldið gjaldfellur við afhendingu leyfisbréfs. Vanræki eigandi búnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti að sækja um leyfisbréf skal honum engu að síður skylt að greiða leyfisbréfagjald, jafnvel þó að hann hafi ekki búnaðinn lengur undir höndum þegar hann er krafinn um greiðslu. 6.3. Búnaður fyrir þráðlaus fjarskipti í flugvélum, skipum og bátum með þilfari skal skoðaður einu sinni á ári af Póst- og fjarskiptastofnun eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir eða af öðrum sem stofnunin hefur falið eða heimilað að skoða. Eigendum annars leyfisskylds sendibúnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti er heimilt að koma með hann til skoðunar. 6.4. Þegar framkvæma skal skoðun, skal hlutaðeigandi eigandi eða stöðvarvörður fyrir hans hönd sjá um að nægilegt rafmagn sé fyrir hendi svo að prófa megi búnaðinn. Enn fremur getur eftirlitsmaður krafist að stöðvarvörður sé viðstaddur skoðun og til aðstoðar eftirlitsmanni sé þess þörf, t.d. við skoðun gúmbjörgunarbáta og þ.u.l. Sé stöðvarvörður eða fullgildur staðgengill, að dómi eftirlitsmanns, ekki viðlátinn þrátt fyrir ósk eftirlitsmanns, er honum heimilt að taka sér aðstoðarmann, og ber þá leyfishafi aukakostnað sem af því kann að leiða. Sé einhverra ástæðna vegna þörf fyrir aukaskoðun, greiðist fyrir hana samkvæmt 3.1. og 3.2. að viðbættum ferðakostnaði. 6.5. Leyfishafa sendibúnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti á almennum fjarskiptatíðnum ber að sjá um að enginn starfræki leyfisskyldan búnað nema sá sem fengið hefur skírteini hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem heimilar honum starfrækslu slíks búnaðar. Búnaðurinn er þó alltaf undir yfirumsjón leyfishafa eða fulltrúa hans og starfræksla hans á ábyrgð þeirra. Leyfisbréf skal ávallt vera fyrir hendi í farartæki því sem leyfisbréfið miðast við. 6.6. Gildistími bráðabirgðaleyfis erlendra radíóáhugamanna er 6 mánuðir og gildistími skírteina loftskeytamanna og talsímavarða er 5 ár. Skammtímaleyfi fyrir talstöðvar gildir lengst í 6 mánuði og skammtímaleyfi fyrir hljóðvarpssenda í 2 mánuði. 6.7. Gjald samkvæmt gjaldskrá þessari skal sá greiða sem skráður er eigandi á gjalddaga. Leyfishafi sem selur þráðlausan sendibúnað ber ábyrgð á því að tilkynna eigendaskipti. Tilkynning um eigendaskipti skal undirrituð af seljanda og kaupanda. Eyðublöð eru á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pta.is. Berist Póst- og fjarskiptastofnun ekki fullnægjandi tilkynning um eigendaskipti ber seljandi áfram ábyrgð á greiðslu gjaldanna. 6.8. Gjald vegna leyfisbréfa gjaldfellur við afhendingu leyfisbréfs. Gjalddagi annarra gjalda skv. gjaldskrá þessari er 15 dögum eftir útsendingu reiknings. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. 6.9. Eigandi farartækis ber ábyrgð á sendibúnaði fyrir þráðlaus fjarskipti sem í farartækinu er og er skráður eigandi farartækis á gjalddaga ábyrgur fyrir gjöldum af búnaðinum. 6.10. Falli gjöld í eindaga ber að greiða dráttarvexti af skuldinni frá gjalddaga til greiðsludags í samræmi við III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. 6.11. Hafi áfallin gjöld fyrir skoðun sendibúnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti ekki verið greidd á eindaga er Póst- og fjarskiptastofnun heimilt að láta innsigla viðkomandi búnað. Um borð í skipum skal þetta þó gert þannig að nota megi búnaðinn í neyðartilfelli. 6.12. Hafi sendibúnaður fyrir þráðlaus fjarskipti verið innsiglaður vegna vanskila eða annarra brota skal leyfishafi greiða innsiglisgjald áður en enduropnun fer fram. Ferðakostnað vegna innsiglunar skal leyfishafi greiða. 6.13. Leyfi til starfrækslu sendibúnaðar fyrir þráðlaus fjarskipti má segja upp með minnst mánaðar fyrirvara, miðað við mánaðarmót, óski leyfishafi að hætta starfrækslu búnaðarins. Skal það gert skriflega og stílað til Póst- og fjarskiptastofnunar. Leyfishafi ber ábyrgð á greiðslu gjalda sem falla á fram til þess tíma sem fullnægjandi tilkynning um uppsögn berst Póst- og fjarskiptastofnun. 7. gr. Gildistaka. Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt 12. mgr. 14. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. janúar 2007 og birtist til eftirbreytni þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 313/2002, frá 18. apríl 2002. Samgönguráðuneytinu, 29. desember 2006. Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir. |