Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 623/2022

Nr. 623/2022 16. maí 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004, með síðari breytingum.

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar orðast svo:

Eftirtaldar EES-gerðir sem vísað er til í II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) eða XX. viðauka (Umhverfismál) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af viðaukunum, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

 

2. gr.

Við 25. gr. a bætist ný málsgrein sem verður svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1961 frá 5. ágúst 2021 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 til að taka tillit til þróunar á massa nýrra fólksbifreiða sem skráðar voru 2017, 2018 og 2019, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24, 4. febrúar 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. mars 2022, bls. 370-371.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 16. maí 2022.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Gauti Daðason.


B deild - Útgáfud.: 31. maí 2022