1. gr.
Í stað „20. gr.“ í inngangi reglnanna kemur: 21. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- a-liður 1. gr. reglnanna orðast svo:
Háskólakennarar, þ.e. prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar, við Háskólann á Akureyri geta sótt um rannsóknamisseri að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í liðum b‑g hér á eftir. Heimild til rannsóknamisseris er ekki veitt nema viðkomandi kennari hafi sinnt fullri kennslu- og stjórnunarskyldu næstliðin sex eða tólf misseri þegar veitt rannsóknamisseri hefst og fer það eftir því hvort sótt er um eitt eða tvö samfelld rannsóknamisseri. Réttur til rannsóknamissera safnast ekki upp á ráðningartíma starfsmanns heldur hefst nýtt tímabil að loknu hverju rannsóknamisseri.
- Í stað orðanna „Fastráðnir kennarar“ í c-lið 1. gr. reglnanna kemur: Háskólakennarar.
- Í stað orðanna „Fastráðnir kennarar“ í e-lið 1. gr. reglnanna kemur: Háskólakennarar.
3. gr.
Í stað „20. gr.“ í 8. gr. reglnanna kemur: 21. gr.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar voru af háskólaráði eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 21. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri, nr. 387/2009, öðlast þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 27. ágúst 2020.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|