1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir orkuveitusvæði Hitaveitu Dalvíkur. Á öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari leggjast virðisaukaskattur og orkuskattur.
2. gr.
Viðmiðunarhitastig gjaldskrár er 25°C.
Gjöld fyrir afnot af hitaveituvatninu eru sem hér segir:
a. |
Orkugjald skv. orkumæli |
kr. |
3,31 pr. kWst. |
b. |
Orkugjald skv. orkumæli sundlauga |
kr. |
1,66 pr. kWst. |
Atvinnustarfsemi sem notar meira 10.006.000 kWst. pr. fasteign/húsveitu á ári er veittur 30% afsláttur af kílóvattstundaverði. Skilmálinn gildir eingöngu þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Hitaveitu Dalvíkur.
3. gr.
Viðskiptavinir skulu greiða fast gjald í formi mælaleigu, gjaldið er daggjald og er breytilegt eftir stærð mæla. Mælaleigan er sem hér segir:
Stærð mælis |
Mælagjald í kr. á dag |
15 mm |
45,23 |
20 mm |
60,61 |
25 mm |
90,25 |
40 mm |
113,27 |
50 mm |
141,80 |
65 mm |
159,70 |
80 mm |
180,26 |
100 mm |
203,42 |
4. gr.
Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:
Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 20 m |
kr. |
453.500 |
og á m³ þar yfir |
kr. |
570 |
og á m fram yfir 20 m |
kr. |
9.925 |
Rúmmál húsa miðast við stærðir samkvæmt reglum um skráningu fasteigna hjá Þjóðskrá Íslands. Heimæðagjöld skal reikna af öllu húsrými á viðkomandi lóð, hvort sem það verður tengt hitaveitunni eða ekki.
Heimæðagjald hitaveitu skal aldrei vera lægra en lágmarksgjald hverju sinni fyrir eina heimæð.
Ef um er að ræða lagnir í dreifða byggð eða samkvæmt sérsamningi er vísað til 17. gr. reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Gjald þetta skal þó aldrei vera lægra en nemur lágmarks heimæðagjaldi hitaveitunnar.
5. gr.
Heimæðagjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar (grunnur 2021) í október 2024, 121,0 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta heimæðagjöldum þessum í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu.
6. gr.
Hitaveitan hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð viðskiptavinar sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld skv. gjaldskrá þessari. Fyrirætlun um að loka, ber að tilkynna með 10 daga fyrirvara. Allan kostnað af lokun og opnun á ný greiðir sá sem vanskilunum veldur, hverju sinni.
Önnur gjöld:
- Lokunargjald 25.000 kr.
- Aukaálestur 11.780 kr.
- Útkall 20.423 kr.
- Auka mælagrind 150.000 kr.
Almennar útskýringar:
Álestur: Viðskiptavinir sem sjálfir lesa af mælum og færa mælastöður inn á þar til gert svæði á „mínum síðum“ Dalvíkurbyggðar greiða ekki fyrir mælaálestur.
Skráður notandi:
- greiðir fyrir aukaálestur ef um hann er beðið,
- er ábyrgur fyrir orkunotkun og greiðslum,
- skal tilkynna notendaskipti,
- kostar breytingar á heimæðum sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmda hans og greiðir fyrir þær.
Greiða skal fyrir hverja heimlögn sem tengir húsveitu við dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur, umsókn skal greidd og samþykkt áður en til framkvæmda kemur.
Öllum umsóknum um heimlögn skulu fylgja teikningar af nýrri heimlögn og einnig ef um breytingar heimlagna er að ræða.
Útkallsgjald er vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda á dagvinnutíma, á útkall utan dagvinnutíma reiknast 55% álag á útkallsgjald.
7. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, er hér með staðfest samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, til að taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1587/2023.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 6. janúar 2025.
F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
Magnús Guðmundsson.
|