Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 741/2022

Nr. 741/2022 7. júní 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað a-liðar 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, koma tveir nýir stafliðir, svohljóðandi og breytist röð stafliða til samræmis:

a)  ný farþegaskip;
b)  gömul farþegaskip sem eru 24 metrar að lengd eða lengri;

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „Hafsvæði, þar sem landhnitin eru hvergi meira en 5 sjómílur frá strandlínunni, miðað við meðalflóðhæð, en er utan hafsvæðis D“ í 1. mgr. 4. gr. komi: Hafsvæði þar sem fjarlægð að vari er aldrei meira en 15 mílur og fjarlægð að strandlínu þar sem skipreika fólk getur lent aldrei meiri en 5 mílur, en er utan hafsvæðis D.
  2. Í stað „Hafsvæði þar sem landhnitin eru aldrei meira en 3 sjómílur frá strandlínunni, miðað við meðalflóðhæð“ í 1. mgr. 4. gr. komi: Hafsvæði þar sem fjarlægð að vari er aldrei meiri en 6 mílur og fjarlægð að strandlínu þar sem skipreika fólk getur lent aldrei meira en 3 mílur.
  3. Við 4. gr. bætist ný mgr., 5. mgr., svohljóðandi: Þegar ölduspá Vegagerðarinnar sýnir að aðstæður verði þann dag það hagfelldar að samræmist skilgreiningu 1. mgr. á tilteknu svæði er farþegaskipi þrátt fyrir skilgreind svæði fyrir tímabil í II. viðauka heimilt að miða við rýmra farsvið, þó aldrei meira en einu tímabili út fyrir það tímabil sem er í gildi, sé úthald styttra en 5 klst.

 

3. gr.

Í stað II. viðauka kemur nýr II. viðauki, sem er birtur með reglugerð þessari.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 41. gr. skipalaga nr. 66/2021 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 7. júní 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 

VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 22. júní 2022