Með auglýsingu þessari eru eftirfarandi reglur Fjármálaeftirlitsins, sem settar voru með stoð í þágildandi lögum nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi, felldar brott:
- Reglur nr. 85/1999 um hámark útjöfnunarskuldar vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga og útreikning þess.
- Reglur nr. 903/2004 um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi, ásamt síðari breytingum.
- Reglur nr. 299/2012 um kaupaukakerfi vátryggingafélaga.
- Reglur nr. 334/2013 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga.
Auglýsing þessi tekur þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 5. apríl 2017.
Unnur Gunnarsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
|