Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 196/2025

Nr. 196/2025 12. febrúar 2025

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 977/2018 um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

1. gr.

3. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglnanna orðast svo: Jafnframt er heimilt að bjóða nám til viðbótar­diplómu lokaprófs á meistarastigi og örnám í þessum þremur greinum.

 

2. gr.

Fyrirsögn II. kafla skal vera: Ákvæði um meistaranám, nám til lokaprófs á meistarastigi og örnám.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umsókn skal skilað í viðeigandi innritunargátt Háskóla Íslands á sérstöku rafrænu eyðublaði. Fylgiskjölum skal skilað á sama stað.
  2. 5. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ferli umsókna um nám til lokaprófs á meistarastigi og meistara­gráðu í lýðheilsuvísindum er eftirfarandi:
  3. Í stað orðsins „viðbótardiplómu“ í 1. málsl. bókstafsliðar d. í 1. mgr. koma orðin: lokaprófs á meistarastigi.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Nám til lokaprófs á meistarastigi er 60 einingar að loknu BS‑ eða BA-prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi og skal miða við að diplómanámið sé tvö misseri í fullu námi.
  2. Í stað orðsins þrjú í 2. málsl. 2. mgr. kemur orðið: sex.
  3. Nýr málsliður bætist við 2. mgr., svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsliðar skulu nemendur sem þegar stunda 30 eininga viðbótarnám á meistarastigi eiga þess kost að ljúka náminu samkvæmt því námsskipulagi sem í gildi var þegar þeir hófu nám.
  4. Ný málsgrein bætist við á eftir 2. mgr., svohljóðandi:

     Námsstjórn er heimilt að skipuleggja og bjóða fram örnám, sbr. 55. gr. reglna nr. 569/2009.

 

5. gr.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi fræðasviðum, háskóladeildum og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 12. febrúar 2025.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 26. febrúar 2025