1. gr.
Eigendur katta á Akranesi skulu greiða bæjarsjóði skráningargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um kattahald á Akranesi nr. 781/2010.
2. gr.
Við umsókn um skráningu kattar skal innheimta gjald sem hér segir:
a) |
Skráning |
kr. 5.600 |
b) |
Af skráðum köttum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir: |
|
|
Fyrir hvern kött |
kr. 7.920 |
Ekki skal innheimta eftirlitsgjald sama ár og köttur er skráður.
Fyrir hverja handsömun skráðs kattar, sem er á flækingi og veldur ónæði skal eigandi hans greiða kr. 7.920 til að fá köttinn afhentan aftur.
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar. Óskráða ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
Ef eigandi gefur sig ekki fram innan sjö sólarhringa og greiðir handsömunargjaldið og annan áfallinn kostnað er heimilt að aflífa köttinn, sbr. 8. gr. samþykktar um kattahald á Akranesi.
3. gr.
Gjalddagi skv. b-lið 2. gr. er 1. febrúar og eindagi 1. mars. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
Við afskráningu kattar ber sveitarfélaginu að endurgreiða árlegt gjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Akraness með vísan til 10. gr. samþykktar um kattahald á Akranesi og staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, til að öðlast gildi við birtingu.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir kattahald á Akranesi nr. 1473/2023.
Gjaldskráin var samþykkt af bæjarstjórn Akraness 10. desember 2024.
Gjaldskráin öðlast þegar gildi.
Akranesi, 13. desember 2024.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.
|