1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna „32. og 33. gr.“ í 1. mgr. 2. gr. kemur: 32. gr. a og 33. gr. b.
- 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Í þeim tilvikum þegar velja þarf úr stórum hópi umsækjanda er framhaldsskóla einnig heimilt að taka mið af viðbótargögnum sem nemandi kýs að senda með umsókn sinni, eins og staðfestar upplýsingar um þátttöku og árangur í félagsstarfi, öðru námi, keppnum af ýmsu tagi, svo sem íþróttum, listum, tungumálum og raungreinum og niðurstöður samræmdra könnunarprófa.
2. gr.
2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Við mat á umsóknum ber skólameistara að taka mið af kröfum skólans um undirbúning, sbr. 2. mgr. 2. gr., 3. gr., almennum viðmiðum í skólanámskrá, ákvæðum 4. gr. um skólasamninga og gæta að öðru leyti samræmis og jafnræðis við mat á sambærilegum umsóknum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 32. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 8. desember 2016.
Illugi Gunnarsson.
Ásta Magnúsdóttir.
|