Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
Persónuverndarfulltrúa er óheimilt að segja frá nokkru því sem hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara. Enn fremur hvílir þagnarskylda á persónuverndarfulltrúa skv. X. kafla stjórnsýslulaga eftir því sem við á.
2. gr.
Lög þessi taka þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 18. mars 2020.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
|