Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 400/2019

Nr. 400/2019 9. apríl 2019

AUGLÝSING
um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla.

1. gr.

Með vísan til 24. og 25. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með eftirfarandi breytingar á aðalnámskrá grunnskóla:

Leiðbeinandi regla um undanþágu frá skólaíþróttum á grunnskólastigi í kafla 16.8 Undanþága frá skyldunámi að „skólastjóri veiti nemendum í 1.-7. bekk grunnskóla ekki undanþágu frá skóla­íþróttum vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi“ er felld brott.

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. apríl 2019.

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 3. maí 2019