1. gr.
Með vísan til 24. og 25. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með eftirfarandi breytingar á aðalnámskrá grunnskóla:
Leiðbeinandi regla um undanþágu frá skólaíþróttum á grunnskólastigi í kafla 16.8 Undanþága frá skyldunámi að „skólastjóri veiti nemendum í 1.-7. bekk grunnskóla ekki undanþágu frá skólaíþróttum vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi“ er felld brott.
2. gr.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. apríl 2019.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.
|