Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 654/2017

Nr. 654/2017 29. júní 2017

REGLUGERЭ
um breytingu á reglugerð nr. 463/1998, um leyfi til farþegaflutninga með skipum.

1. gr.

Hvar sem orðin „Siglingastofnun“ eða „Siglingastofnun Íslands“, í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin „að undanskildum skipum í farþegaflutningum milli landa“ falla brott.
  2. Við málsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Farþegaskip sem falla undir alþjóða­samning um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) og erlend farþegaskip sem falla undir tilskipun 2009/45/EB um öryggi farþegaskipa í innanlandssigligum og sæta hafnarríkiseftirliti samkvæmt reglugerð um hafnarríkiseftirlit, eru undanskilin þessari reglugerð.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 2. tölul. 2. mgr. hljóðar svo: Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá kröfum sem gerðar eru til skipa að því marki sem heimilt er í viðeigandi reglum. Slík undanþága verður aðeins veitt hafi eigandi skips eða útgerðarmaður sýnt fram á með áhættumati, próf­unum eða öðru að búnaður, efni, tæki, verklagsreglur eða annað, tryggi að minnsta kosti jafngilt öryggisstig og viðeigandi kröfum er ætlað að tryggja.
  2. Í stað orðanna „kaupskipa nr. 59/1995“ í 5. tölul. 2. mgr. kemur: farþegaskipa og flutn­inga­skipa nr. 76/2001, með síðari breytingum.

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. málsl. 5. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. júní 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. júlí 2017