1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 9. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/354 frá 21. febrúar 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrárnar yfir þriðju lönd með samþykkta eftirlitsáætlun og skrárnar yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn tilteknar lagarafurðir til Sambandsins.
2. gr.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar sem nefnd er í 1. gr. er birt á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 10/2025.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, lögum um matvæli, nr. 93/1995, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, lögum um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006, og lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 7. mars 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|