Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1113/2023

Nr. 1113/2023 9. október 2023

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. reglnanna:

  1. Fyrirsögn greinarinnar verður: Einingafjöldi, doktorsritgerðir.
  2. 2. mgr. orðast svo:
    Samsettar doktorsritgerðir.
    Fjöldi greina: Fjórar.
    Samþykktar til birtingar: Af þessum fjórum skulu tvær greinar vera samþykktar til birtingar, og þriðja greinin komin vel áleiðis í ritrýniferli, þ.e. samþykki fyrir endurvinnslu og endur­sendingu til ritstjórnar tímarits (revise and resubmit) og sú fjórða send á tímarit.
    Greinar birtar í alþjóðlega viðurkenndum tímaritum: Birtingarvettvangur greinanna skal standast viðmið Scopus, Web of Science eða efsta flokks í norrænum gagnagrunnum.
  3. 4. mgr. fellur brott.

 

2. gr.

Reglur þessar eru settar í samræmi við 47. og 68.–69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum félagsvísindasviðs og stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 9. október 2023.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 24. október 2023