Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 586/2024

Nr. 586/2024 6. maí 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Ný málsgrein bætist við á eftir 11. mgr. 113. gr. reglnanna, svohljóðandi:

Sérstakt inntökupróf er haldið fyrir umsækjendur um BA-nám í íslensku sem annað mál. Inntöku­prófið er að jafnaði haldið í júní. Þeir sem ná lágmarkseinkunninni 6,0 á inntökuprófinu öðlast rétt til að hefja BA-nám í íslensku sem annað mál. Umsækjendum sem ekki ná lágmarks­einkunninni stendur til boða að leggja stund á hagnýtt nám í íslensku og geta með því aflað undir­búnings fyrir inntökuprófið í BA-nám í íslensku sem annað mál.

 

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 6. maí 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. maí 2024