1. gr.
Af hundum og köttum í Ísafjarðarbæ skal Ísafjarðarbær innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd 9. gr. samþykktar um kattahald í Ísafjarðarbæ nr. 907/2013 og 10. gr. samþykktar um hundahald í Ísafjarðarbæ nr. 906/2013.
2. gr.
Við umsókn um skráningu kattar skal innheimta gjald sem hér segir:
|
Fyrsta leyfisveiting |
kr. |
5.022 |
3. gr.
Við umsókn um skráningu hunds skal innheimta gjald sem hér segir og er það jafnframt árgjald það árið:
|
Fyrsta leyfisveiting |
kr. |
3.000 |
|
Hlutfallslegt eftirlitsgjald við leyfisveitingu |
kr. |
1.000 á mánuði |
4. gr.
Af leyfðum hundum skal innheimta árlega eftirlitsgjald sem hér segir:
Ekki skal innheimta eftirlitsgjald sama ár og dýr er skráð.
5. gr.
Fyrir hverja handsömun skráðs kattar, sem er á flækingi og veldur ónæði, skal eigandi hans greiða kr. 6.277 til að fá köttinn afhentan aftur.
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar. Óskráða ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
Ef eigandi gefur sig ekki fram innan sjö sólarhringa og greiðir handsömunargjaldið og annan áfallinn kostnað er heimilt að aflífa köttinn að undangenginni auglýsingu, sbr. 12. gr. í samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ nr. 907/2013.
Við afhendingu handsamaðs hunds skal innheimta handsömunargjald sem hér segir:
|
Fyrsta afhending hunds |
kr. |
18.831 |
|
Önnur afhending hunds |
kr. |
37.663 |
|
Þriðja afhending hunds |
kr. |
56.494 |
|
Fyrsta afhending hunds án leyfis |
kr. |
37.663 |
Óheimilt er að afhenda hunda án leyfis nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferðakostnaðar handsamaðs hunds.
6. gr.
Innifalið í leyfisgjaldi katta er heilbrigðisskoðun dýralæknis, ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Innifalið í leyfisgjaldi hunda er greiðsla fyrir ábyrgðartryggingu, heilbrigðisskoðun dýralæknis og árleg ormahreinsun.
7. gr.
Gjalddagi samkvæmt 3. og 4. gr. er 1. mars og eindagi 1. apríl ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
8. gr.
Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Ísafjarðarbæ lækka gjöldin skv. 3. gr. gjaldskrár þessarar um 30%.
Skilyrði fyrir því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi er að viðkomandi hundur hafi að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.
9. gr.
Gjaldskrá þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, er sett samkvæmt heimild í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, samanber samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ, nr. 907/2013 og samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ nr. 906/2013 til að öðlast gildi þann 1. janúar 2022.
Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ nr. 1501/2020.
Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 4. nóvember 2021.
Birgir Gunnarsson bæjarstjóri.
|