Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 6/2025

Nr. 6/2025 14. mars 2025

FORSETAÚRSKURÐUR
um skiptingu starfa ráðherra.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

 

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti er störfum þannig skipt með ráðherrum:

 

1. gr.

Forsætisráðherra.

Kristrún Frostadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir forsætis­ráðuneytið skv. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið forsætisráðherra.

 

2. gr.

Atvinnuvegaráðherra.

Hanna Katrín Friðriksson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir atvinnuvega­ráðu­neytið skv. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið atvinnuvegaráðherra.

 

3. gr.

Dómsmálaráðherra.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir dómsmála­ráðuneytið skv. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.

 

4. gr.

Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Inga Sæland fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og húsnæðismála­ráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og húsnæðismálaráðherra.

 

5. gr.

Fjármála- og efnahagsráðherra.

Daði Már Kristófersson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir fjármála- og efna­hags­ráðuneytið skv. 5. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið fjármála- og efnahagsráðherra.

 

6. gr.

Heilbrigðisráðherra.

Alma D. Möller fer með stjórnarmálefni sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið skv. 6. gr. forseta­úrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættis­heitið heilbrigðisráðherra.

 

7. gr.

Innviðaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innviðaráðuneytið skv. 7. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innviðaráðherra.

 

8. gr.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Logi Einarsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir menningar-, nýsköpunar- og háskóla­ráðuneytið skv. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

 

9. gr.

Mennta- og barnamálaráðherra.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og barna­mála­ráðuneytið skv. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra.

 

10. gr.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslags­ráðuneytið skv. 10. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

 

11. gr.

Utanríkisráðherra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir utanríkis­ráðuneytið skv. 11. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið utanríkisráðherra.

 

12. gr.

Úrskurður þessi öðlast gildi 15. mars 2025. Með úrskurði þessum fellur úr gildi úrskurður nr. 142 frá 21. desember 2024 um skiptingu starfa ráðherra.

 

Gjört á Bessastöðum, 14. mars 2025.

 

Halla Tómasdóttir.
(L. S.)

Kristrún Frostadóttir.


A deild - Útgáfud.: 14. mars 2025