Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 113/2024

Nr. 113/2024 26. ágúst 2024

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

 

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands:

 

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

  1. 3. og 4. tölul. falla brott.
  2. Á eftir f-lið 7. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
  3. 8. tölul. fellur brott.

 

2. gr.

Á eftir 4. tölul. 3. gr. koma tveir nýir tölul., sem orðast svo:

  1. Mannréttindi og mannréttindasáttmála.
  2. Jafnréttismál, þar á meðal:
    1. Jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
    2. Stjórnsýslu jafnréttismála.
    3. Jafna meðferð utan vinnumarkaðar.
    4. Jafna meðferð á vinnumarkaði.
    5. Kynrænt sjálfræði.
    6. Jafnréttisstofu.
    7. Kærunefnd jafnréttismála.
    8. Jafnréttissjóð Íslands.
    9. Sérfræðinefnd um breytingar á kynskráningu barna og varanlegar breytingar á ódæmi­gerðum kyneinkennum barna.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. Á eftir j-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður, sem orðast svo: Tímabundinn rekstrar­stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
  2. Á eftir a-lið 3. tölul. kemur nýr stafliður, sem orðast svo: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.
  3. Á eftir c-lið 8. tölul. kemur nýr stafliður, sem orðast svo: Innviði markaða fyrir fjármála­gerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni.
  4. Orðin „og málefni Ríkiskaupa“ í b-lið 9. tölul. falla brott.

 

4. gr.

Á eftir a-lið 5. tölul. 5. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Gervigreind.

 

5. gr.

Á eftir a-lið 3. tölul. 7. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Framkvæmdanefnd vegna jarð­hræringa í Grindavíkurbæ.

 

6. gr.

Á eftir h-lið 5. tölul. 8. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Afurðasjóð Grindavíkur­bæjar.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:

  1. G-liður 2. tölul. fellur brott.
  2. L-liður 2. tölul. fellur brott.
  3. Orðið „Íslands“ í m-lið 2. tölul. fellur brott.
  4. D-liður 11. tölul. orðast svo: Loftslags- og orkusjóð.
  5. 12. tölul. fellur brott.
  6. Á eftir k-lið 18. tölul. kemur nýr stafliður, sem orðast svo: Raforkueftirlitið.
  7. L-liður 18. tölul. fellur brott.

 

8. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, öðlast gildi 1. september 2024.

 

Gjört á Bessastöðum, 26. ágúst 2024.

 

Halla Tómasdóttir.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 27. ágúst 2024