1. gr.
Í stað orðanna „95/50/EB“ í 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar kemur: 2022/1999/ESB.
2. gr.
Í stað orðanna „95/50/EB“ í 1. mgr. 32. gr. a. reglugerðarinnar kemur: 2022/1999/ESB.
3. gr.
Í stað orðanna „95/50/EB“ í 1. mgr. 33. gr. a. reglugerðarinnar kemur: 2022/1999/ESB.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 38. gr. reglugerðarinnar:
- C-liður verður svohljóðandi: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/1999 frá 19. október 2022 um samræmt eftirlit með flutningi á hættulegum farmi á vegum (kerfisbinding), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2024, 12. júní 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 421-433.
- Við bætist nýr stafliður, k-liður, svohljóðandi: Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2407 frá 20. september 2022 um breytingu á viðaukunum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/68/EB í því skyni að laga viðaukana að framförum á sviði vísinda og tækni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2023, 17. mars 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 frá 20. apríl 2023, bls. 428-429.
5. gr.
2. mgr. 50. gr. reglugerðarinnar, eins og henni var bætt við með reglugerð nr. 530/2023, fellur brott.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. og 81. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 2. desember 2024.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.
|