1. gr.
5. gr. gjaldskrárinnar orðist svo:
Fyrir móttöku á malbiksbroti á Malbikunarstöð Akureyrar skal greiða 7,5 kr./kg vegna kostnaðar við endurvinnslu og geymslu.
Fyrir losun úrgangs vegna götusópunar (olíuskilja) skal greiða 7 kr./kg.
Fyrir móttöku á múr- og glerbroti, sem er umfram eðlilega heimilislosun, að Sjafnarnesi 2-4, skal greiða 8,25 kr./kg vegna kostnaðar við endurvinnslu og geymslu.
Fyrir móttöku á malbiksbroti og múr- og glerbroti frá öðrum sveitarfélögum eða aðilum með lögheimili utan Akureyrar skal greiða 75 kr./kg.
Ef úrgangur er blanda af múr og gler eða í honum er annar úrgangur skal greiða 75 kr./kg.
2. gr.
7. gr. gjaldskrárinnar orðast svo:
Jarðvegslosun að Jaðri.
Gjaldskrá að Jaðri miðast við losun fyrir einn mánuð í senn og er tímabilið 1.-31. hvers mánaðar.
Lágmarkslosunargjald fyrir hvern mánuð er kr. 6.400.
Ef 2-15 m³ eru losaðir innan mánaðar greiðast 3.200 kr. fyrir hvern losaðan m³, lágmarksgjald er þó alltaf 6.400 kr.
Sé losun meiri en 15 m³ innan mánaðar greiðist 400 kr. fyrir hvern losaðan m³, lágmarksgjald er þó alltaf 6.400 kr.
Auglýsing þessi um breytingu á gjaldskránni tekur gildi við birtingu. Gjaldskráin var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar 6. desember 2022.
F.h. Akureyrarbæjar, 9. desember 2022,
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður/persónuverndarfulltrúi.
|