1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 31. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/625 frá 14. febrúar 2024 um að veita heitinu „Campo de Calatrava“ (VUT) vernd skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2024 frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 494.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a. laga um matvæli, nr. 93/1995.
Matvælaráðuneytinu, 7. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Svava Pétursdóttir.
|