1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um togbrautabúnað til fólksflutninga.
2. gr.
Lögbært yfirvald/markaðseftirlitsyfirvald.
Vinnueftirlit ríkisins gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds/markaðseftirlitsyfirvalds í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/424, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB.
3. gr.
Tilkynningaryfirvald.
Velferðarráðuneytið gegnir hlutverki tilkynningaryfirvalds í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/424, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB.
4. gr.
Faggildingarstofa.
Faggildingarsvið Einkaleyfastofu gegnir hlutverki faggildingarstofu í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/424, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB.
5. gr.
Skyldur framleiðanda, innflytjenda og dreifingaraðila.
Leiðbeiningar og upplýsingar sem framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum ber að tryggja skv. 6. og 7. mgr. 11. gr, 3. og 4. mgr. 13. gr. og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 2016/424, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB og ætlaðar eru neytendum skulu vera á íslensku. Leiðbeiningar og upplýsingar sem framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum ber að tryggja skv. 9. mgr. 11. gr., 9. mgr. 13. gr., 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) 2016/424, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB og ætlaðar eru Vinnueftirliti ríkisins skulu vera á íslensku eða ensku.
6. gr.
Rekstrarleyfi.
Óheimilt er að reisa eða reka togbrautarbúnað nema að fengnu leyfi Vinnueftirlits ríkisins.
Leyfisumsókn skulu fylgja fullnægjandi gögn sem gefa til kynna að umræddur búnaður uppfylli skilyrði reglugerðar ESB 2016/424 um togbrautabúnað. Ennfremur skulu fylgja upplýsingar um staðsetningu, áætlaða uppsetningu og rekstrar- og viðhaldsáætlun togbrautarbúnaðarins. Þá skal umsækjandi láta fylgja öryggisgreiningu, sbr. 8. gr., ESB-yfirlýsingu um samræmi og viðeigandi tækniskjöl er varða öryggisíhluti og undirkerfi og fela í sér upplýsingar um eiginleika búnaðarins.
7. gr.
Eftirlit.
Um eftirlit með reglugerð þessari fer skv. 75. gr. laga, nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
8. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer skv. 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
9. gr.
Innleiðing EES-gerðar.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/424 frá 9. mars 2016, um togbrautabúnað og niðurfellingu á tilskipun 2000/9/EB sem vísað er til í XXIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/2018 frá 23. mars 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 54 frá 2018, bls. 54.
10. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna faggildingarsviðs Einkaleyfastofu hvað varðar þátt faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sbr. lög nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 668/2002, um togbrautarbúnað til fólksflutninga.
Velferðarráðuneytinu, 23. nóvember 2018.
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.
|