1. gr.
Með vísan til 3. mgr. í ákvæði til bráðabirgða í sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum, sbr. 5. gr. reglugerðar um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, birtir heilbrigðisráðherra, að tillögu sóttvarnalæknis, hér með lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði:
- Lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 500–699 á hverja 100.000 íbúa:
- Argentína.
- Arúba
- Bosnía og Hersegóvína.
- Búlgaría.
- Chile.
- Eistland.
- Grikkland.
- Ítalía.
- Liechtenstein.
- Norður-Makedónía.
- Rúmenía.
- Serbía.
- Seychelles-eyjar.
- Slóvenía.
- Meginland Spánar.
- Tékkland.
- Lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið eða landið liggja ekki fyrir:
- Andorra.
- Barein.
- Bermúda.
- Curaçao.
- Frakkland.
- Holland.
- Króatía.
- Kýpur.
- Litháen.
- Pólland.
- Púertó Ríkó.
- San Marínó.
- Svíþjóð.
- Tyrkland.
- Ungverjaland.
- Úrúgvæ.
2. gr.
Auglýsing þessi öðlast gildi 27. apríl og gildir til og með 6. maí 2021. Stjórnvöld endurmeta listann eftir því sem efni standa til.
Heilbrigðisráðuneytinu, 23. apríl 2021.
Svandís Svavarsdóttir.
|