Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 666/2021

Nr. 666/2021 7. júní 2021

REGLUR
um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins varðandi tæknilega staðla um skilameðferð og endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

1. gr.

Með reglum þessum öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir Evrópusambandsins varðandi tæknilega staðla, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæði og bókun 1 við EES-samninginn.

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1075 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem til­greina inntak endurbótaáætlana, skilaáætlana og skilaáætlana samstæðu, lágmarksviðmið sem lögbært yfirvald á að meta að því er varðar endurbótaáætlanir og endurbótaáætlanir sam­stæðu, skilyrði fyrir fjárstuðningi innan samstæðu, kröfur til óháðra matsaðila, samn­ings­bundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum, verklag og inntak tilkynningar­skyldu og tilkynningar um frestun og rekstrarlega starfsemi skilaráðanna, með þeim aðlög­unum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 132-202.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1400 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem til­greina lágmarksatriði áætlunar um endurskipulagningu rekstrar og lágmarksinnihald fram­vinduskýrslna vegna framkvæmdar áætlunarinnar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 352-357.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1401 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir aðferða­fræði og meginreglur um virðismat á skuldbindingum sem myndast vegna afleiðna, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 328-336.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1450 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir um aðferðafræðina við að ákvarða lágmarkskröfu um eiginfjár­grunn og hæfar skuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 358-366.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1712 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB um að koma á ramma um endurreisn og skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina lágmarksupplýsingar um fjárhagslega samninga sem ættu að vera í ítarlegu skránum og við hvaða aðstæður ætti að beita kröfunum, sem tekin var upp í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2019 frá 8. febrúar 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 16. júlí 2020, bls. 34-35. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 706-712.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/344 um viðbætur við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir sem varða aðferðafræðina við að meta mismunandi meðhöndlun í skilameðferð, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd­ar­innar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 337-341.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/345 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir sem varða aðferðafræðina við að meta virði eigna og skuldbind­inga stofnana eða eininga, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 342-351.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/348 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreind eru viðmið til að meta hvaða áhrif fall stofnunar hefur á fjármálamarkaði, aðrar stofnanir og skilyrði til fjármögnunar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2020 frá 12. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 100-110.

 

2. gr.

Reglur þessar eru settar með stoð í 4. mgr. 9. gr., 8. mgr. 10. gr., 3. mgr. 11. gr., 3. mgr. 13. gr., 3. mgr. 14. gr., 6. mgr. 17. gr., 5. mgr. 23. gr., 4. mgr. 25. gr., 8. mgr. 30. gr., 5. mgr. 31. gr., 4. mgr. 32. gr., 36. gr., 4. mgr. 59. gr., 9. mgr. 60. gr. og 3. mgr. 89. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, auk 4. mgr. 82. gr. a, 3. mgr. 82. gr. b, 3. mgr. 82. gr. e og 2. mgr. 109. gr. d laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands,7. júní 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 8. júní 2021