1. gr.
Með reglum þessum öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir Evrópusambandsins varðandi tæknilega staðla, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæði og bókun 1 við EES-samninginn.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1075 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina inntak endurbótaáætlana, skilaáætlana og skilaáætlana samstæðu, lágmarksviðmið sem lögbært yfirvald á að meta að því er varðar endurbótaáætlanir og endurbótaáætlanir samstæðu, skilyrði fyrir fjárstuðningi innan samstæðu, kröfur til óháðra matsaðila, samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum, verklag og inntak tilkynningarskyldu og tilkynningar um frestun og rekstrarlega starfsemi skilaráðanna, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 132-202.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1400 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina lágmarksatriði áætlunar um endurskipulagningu rekstrar og lágmarksinnihald framvinduskýrslna vegna framkvæmdar áætlunarinnar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 352-357.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1401 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir aðferðafræði og meginreglur um virðismat á skuldbindingum sem myndast vegna afleiðna, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 328-336.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1450 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir um aðferðafræðina við að ákvarða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 358-366.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1712 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB um að koma á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina lágmarksupplýsingar um fjárhagslega samninga sem ættu að vera í ítarlegu skránum og við hvaða aðstæður ætti að beita kröfunum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2019 frá 8. febrúar 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 16. júlí 2020, bls. 34-35. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 706-712.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/344 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir sem varða aðferðafræðina við að meta mismunandi meðhöndlun í skilameðferð, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 337-341.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/345 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir sem varða aðferðafræðina við að meta virði eigna og skuldbindinga stofnana eða eininga, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 342-351.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/348 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreind eru viðmið til að meta hvaða áhrif fall stofnunar hefur á fjármálamarkaði, aðrar stofnanir og skilyrði til fjármögnunar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2020 frá 12. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 100-110.
2. gr.
Reglur þessar eru settar með stoð í 4. mgr. 9. gr., 8. mgr. 10. gr., 3. mgr. 11. gr., 3. mgr. 13. gr., 3. mgr. 14. gr., 6. mgr. 17. gr., 5. mgr. 23. gr., 4. mgr. 25. gr., 8. mgr. 30. gr., 5. mgr. 31. gr., 4. mgr. 32. gr., 36. gr., 4. mgr. 59. gr., 9. mgr. 60. gr. og 3. mgr. 89. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, auk 4. mgr. 82. gr. a, 3. mgr. 82. gr. b, 3. mgr. 82. gr. e og 2. mgr. 109. gr. d laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Reglurnar öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands,7. júní 2021.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|