1. gr.
Heiti reglnanna verður: Reglur fyrir Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- 1. málsl. orðast svo: Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar.
- Núverandi 3. málsl. fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:
- 1. mgr. orðast svo:
Hlutverk stofnunarinnar er að vera vettvangur sjálfbærnirannsókna háskólakennara, sérfræðinga og framhaldsnema, sérstaklega í tengslum við þverfræðilegt meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði, sbr. reglur nr. 214/2011. Stofnunin skal leitast við að efla rannsóknir á sviði sjálfbærni við Háskóla Íslands, m.a. með samvinnu við deildir og aðrar stofnanir háskólans. Hlutverk stofnunarinnar er einnig að vera vettvangur þróunar á sviði sjálfbærni, með yfirsýn, tengsl og sérþekkingu sem styðja við þverfræðilegar rannsóknir, miðlun og ráðgjöf innan og utan háskólans, svo sem fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.
- Á eftir orðinu „framhaldsnemum“ í b-lið 2. mgr. koma orðin: sem vinna á áherslusviðum stofnunarinnar.
- Í stað orðsins „fræðasviðum“ í d-lið 2. mgr. kemur orðið: áherslusviðum.
- Í stað orðsins „fræðasviðum“ í e-lið 2. mgr. kemur orðið: áherslusviðum.
4. gr.
4. málsliður 1. mgr. 4. gr. reglnanna orðast svo: Í stjórn skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
5. gr.
2. mgr. 6. gr. reglnanna orðast svo:
Ársskýrsla, fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsyfirlit síðasta árs skulu lögð fyrir forseta félagsvísindasviðs til samþykktar.
6. gr.
4. málsl. 8. gr. reglnanna orðast svo: Ársskýrsla, fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsyfirlit síðasta árs eru kynnt á fundinum.
7. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 14. apríl 2023.
Jón Atli Benediktsson.
|