Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1285/2024

Nr. 1285/2024 5. nóvember 2024

REGLUR
um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mót­aðila og afleiðuviðskiptaskrár, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (hér eftir EMIR), hvað varðar:

  1. Stöðustofnunarskyldu skv. 4. mgr. 4. gr. EMIR.
  2. Tilhögun stöðustofnunarskyldu skv. 2. og 4. mgr. 5. gr. EMIR.
  3. Opinbera skrá skv. 4. mgr. 6. gr. EMIR.
  4. Aðgang að viðskiptavettvangi skv. 5. mgr. 8. gr. EMIR.
  5. Skyldu um skýrslugjöf skv. 5. og 6. mgr. 9. gr. EMIR.
  6. Ófjárhagslega mótaðila skv. 4. mgr. 10. gr. EMIR.
  7. Aðferðir til að draga úr áhættu OTC-afleiðusamninga sem ekki eru stöðustofnaðir af mið­lægum mótaðila skv. 14. og 15. mgr. 11. gr. EMIR.
  8. Eiginfjárkröfur skv. 3. mgr. 16. gr. EMIR.
  9. Fagráð skv. 6. mgr. 18. gr. EMIR.
  10. Upplýsingar sem miðlægur mótaðili í þriðja landi skal tilgreina í umsókn um viðurkenningu skv. 8. mgr. 25. gr. EMIR.
  11. Skipulagskröfur skv. 9. mgr. 26. gr. EMIR.
  12. Skrárhald skv. 4. og 5. mgr. 29. gr. EMIR.
  13. Samfellu í viðskiptum skv. 3. mgr. 34. gr. EMIR.
  14. Kröfur um tryggingar skv. 5. mgr. 41. gr. EMIR.
  15. Kröfur um tryggingar skv. 5. mgr. 41. gr. og 3. mgr. 46. gr. EMIR.
  16. Vanskilasjóð skv. 5. mgr. 42. gr. EMIR.
  17. Eftirlit með lausafjáráhættu skv. 2. mgr. 44. gr. EMIR.
  18. Forgangsröðun við greiðslu vanskila skv. 5. mgr. 45. gr. EMIR.
  19. Fjárfestingarstefnu skv. 8. mgr. 47. gr. EMIR.
  20. Endurskoðun líkana, álagsprófun og afturvirka prófun skv. 4. mgr. 49. gr. EMIR.
  21. Útreikning á áætluðu fjármagni skv. 4. mgr. 50. gr. a EMIR.
  22. Skýrslugjöf með upplýsingum skv. 3. mgr. 50. gr. c EMIR.
  23. Umsókn um skráningu skv. 3. og 4. mgr. 56. gr. EMIR.
  24. Verklag við afstemmingar á gögnum milli afleiðuviðskiptaskráa og verklag afleiðu­viðskipta­skráa við mat á því hvort kröfur um skýrslugjöf séu uppfylltar og til að sannreyna heilleika og réttleika tilkynntra gagna skv. 10. mgr. 78. gr. EMIR.
  25. Um gagnsæi og tiltækileika gagna skv. 5. mgr. 81. gr. EMIR.

 

2. gr.

Tilvísanir og skilgreiningar.

Eftirlitsyfirvald skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til eftirlitsyfirvalds skv. tilskipun 2004/25/EB er átt við Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 108/2007 um yfirtökur.

Eiginfjárkröfur skv. tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til eiginfjárkrafna skv. tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB er átt við eiginfjárkröfur skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Endurskoðun í skilningi tilskipunar 2006/43/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til endur­skoðunar í skilningi tilskipunar 2006/43/EB er átt við endurskoðun skv. lögum nr. 94/2019 um endur­skoðendur og endurskoðun.

Endurtryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til endurtryggingafélaga með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB er átt við vátryggingafélög með starfsleyfi í endurtryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygginga­starfsemi.

Fjárfestingarfyrirtæki með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til fjárfestingarfyrirtækja með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fjölþjóðlegur þróunarbanki: Með tilvísunum í reglum þessum til fjölþjóðlegs þróunarbanka er átt við fjölþjóðlegan þróunarbanka skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Framkvæmd viðskipta: Með tilvísunum í reglum þessum til framkvæmdar viðskipta eins og um getur í 3. mgr. 25. gr. tilskipunar 2004/39/ESB er átt við framkvæmd fyrirmæla skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Grundvallaraðferð og þróaðar mæliaðferðir: Með tilvísunum í reglum þessum til grundvallar­aðferðar (e. Basic Indicator Approach) og þróaðra mæliaðferða (e. Advanced Measurement Approa­ches) eins og kveðið er á um í tilskipun 2006/48/EB er átt við matsaðferðir skv. 1. gr. laga um fjármála­fyrirtæki nr. 161/2002.

Kerfislega mikilvægar stofnanir á alþjóðavísu skv. tilskipun 2013/36/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til kerfislegra mikilvægra stofnana á alþjóðavísu skv. tilskipun 2013/36/ESB er átt við kerfislega mikilvægar stofnanir skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lánastofnun með starfsleyfi skv. tilskipun 2006/48/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til lána­stofnana með starfsleyfi skv. tilskipun 2006/48/EB er átt við lánastofnanir með starfsleyfi skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Líftryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til líftryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB er átt við líftryggingafélög með starfs­leyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Rekstraraðili með starfsleyfi skv. tilskipun 2011/61/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til rekstraraðila með starfsleyfi skv. tilskipun 2011/61/ESB er átt við rekstrarfélög með starfsleyfi skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Rekstrarfélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til rekstrarfélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við rekstrarfélög með starfsleyfi skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Reikningsskil skv. tilskipun 2006/43/EB: Með tilvísunum til reikningsskila skv. tilskipun 2006/43/EB er átt við reikningsskil skv. lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.

Snemmbær íhlutun, endurreisn og skilameðferð skv. tilskipun 2014/59/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til snemmbærrar íhlutunar, endurreisnar og skilameðferðar skv. tilskipun 2014/59/ESB er átt við tímanleg inngrip skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og endur­reisn og skilameðferð skv. lögum nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrirtækja.

Sérhæfður sjóður skv. tilskipun 2011/61/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til sérhæfðra sjóða skv. tilskipun 2011/61/ESB er átt við sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sér­hæfðra sjóða.

Skuldabréf skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til skuldabréfa skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við skuldabréf skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Stofnun um starfstengdan lífeyri: Með tilvísunum í reglum þessum til stofnana um starfstengdan lífeyri í tilskipun 2003/41/EB eða tilskipun (ESB) 2016/2341 er átt við starfstengda eftirlaunasjóði skv. lögum nr. 78/2007 um starfstengda lífeyrissjóði.

Tilboðsgjafi skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til tilboðsgjafa skv. til­skipun 2004/25/EB er átt við tilboðsgjafa skv. lögum nr. 108/2007 um yfirtökur.

Varanlegur miðill skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til varanlegs miðils skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við varanlegan miðil skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfa­sjóði.

Varfærnisreglur skv. tilskipun 2006/48/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til varfærnisreglna sem mælt er fyrir um í tilskipun 2006/48/EB er átt við varfærnisreglur skv. lögum um fjármála­fyrirtæki nr. 161/2002.

Vátryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 73/239/EBE: Með tilvísunum í reglum þessum til vátryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 73/239/EBE er átt við vátryggingafélög með starfs­leyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. tilskipun 2004/39/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. tilskipun 2004/39/EB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfasjóður skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfasjóða skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB), með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 25. apríl 2019, bls. 1-7, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 149/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag, stöðustofnunarskyldu, opin­bera skrá, aðgang að viðskiptavettvangi, ófjárhagslega mótaðila og aðferðir til að draga úr áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili hefur ekki stöðustofnað. Reglu­­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 11-24.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 150/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, mið­læga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem til­greindar eru upplýsingar er varða umsókn um skráningu sem afleiðuviðskiptaskrá. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 25-32.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 151/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreind eru gögn sem afleiðuviðskiptaskrár eiga að birta og gera aðgengileg og rekstrarstaðla til að safna, bera saman og hafa aðgang að gögnum. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 33-36.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 152/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um eiginfjárkröfur fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 37-40.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 153/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um tæknilega eftirlits­staðla um kröfur fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 41-74.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 876/2013 frá 28. maí 2013 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um fagráð fyrir miðlæga mótaðila. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 75-78.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 285/2014 frá 13. febrúar 2014 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um bein, veruleg og fyrirsjáanleg áhrif samninga innan Sambandsins og til að koma í veg fyrir að reglur og skuldbindingar séu sniðgengnar. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 87-89.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1248/2012 frá 19. desember 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar snið umsókna um skráningu á afleiðu­viðskipta­skrám samkvæmt reglugerð þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC‑afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 105-106.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1249/2012 frá 19. desember 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar framsetningu á skrám sem miðlægir mót­aðilar skulu viðhalda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 107-114.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 484/2014 frá 12. maí 2014 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar áætlað fjármagn miðlægs mótaðila samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 115-122.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2018 frá 31. maí 2018 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 25. apríl 2019, bls. 8-14, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2205 frá 6. ágúst 2015 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlits­staðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 125-133.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/592 frá 1. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 134-140.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1178 frá 10. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlits­staðla um stöðustofnunarskylduna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 141-148.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/104 frá 19. október 2016 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 148/2013 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðu­viðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um lágmarksupplýsingar gagna sem tilkynna á um til afleiðu­viðskiptaskráa. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 149-164.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/751 frá 16. mars 2017 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 að því er varðar frest til hlítingar stöðustofnunarskyldu vegna tiltekinna mótaðila sem versla með OTC-afleiður. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 165-167.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/105 frá 19. október 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1247/2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar framsetningu og tíðni skýrslna um viðskipti til afleiðuviðskiptaskráa sam­kvæmt reglu­gerð þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mót­aðila og afleiðuviðskiptaskrár. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 28. mars 2019, bls. 168-192.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins, sbr. bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2017/1800 frá 29. júní 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 151/2013 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 256/2018 frá 5. desember 2018 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 99 frá 12. desember 2019, bls. 10-11. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 9. maí 2019, bls. 1-4.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/396 frá 19. desember 2018 um breyt­ingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2205, framseldri reglu­gerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/592 og framseldri reglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) 2016/1178 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar daginn þegar stöðustofnunarskyldan tekur gildi fyrir tilteknar gerðir samninga, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 5 frá 12. janúar 2023, bls. 44. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 38 frá 16. maí 2019, bls. 22-25.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/397 frá 19. desember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/2251 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar til hvaða dags mótaðilar geta beitt áhættu­stýringarferli sínu fyrir tiltekna OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili hefur ekki stöðu­stofnað, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 10, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38 frá 16. maí 2019, bls. 26-28.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/564 frá 28. mars 2019 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/2251 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar til hvaða dags mótaðilar geta beitt áhættu­stýringarferli sínu fyrir tiltekna OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili hefur ekki stöðu­stofnað, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2019 frá 11. apríl 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 26, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38 frá 16. maí 2019, bls. 163-165.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2019/565 frá 28. mars 2019 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2205, fram­seldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/592 og framseldri reglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1178 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar daginn þegar stöðustofnunarskyldan tekur gildi fyrir til­teknar gerðir samninga skal gilda hér á landi, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2019 frá 11. apríl 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 25, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samn­inginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 38 frá 16. maí 2019, bls. 160-162.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1859 frá 10. júní 2022 um breytingu á tæknilegum framkvæmdarstöðlum sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1248/2012 að því er varðar snið umsókna um skráningu sem viðskiptaskrá og umsókna um framlengingu skráningar sem viðskiptaskrá, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2023 frá 17. mars 2023 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77 frá 26. október 2023, bls. 54, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 96-98.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 77-84, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efna­hags­­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/822 frá 21. apríl 2016 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 153/2013 að því er varðar tímaramma innlausnar­tímabils sem taka skal til athugunar fyrir mismunandi flokka fjármálagerninga. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 103-105.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2251 frá 4. október 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla vegna áhættuvarna fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili hefur ekki stöðustofnað. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 730-767.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/323 frá 20. janúar 2017 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/2251 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðu­viðskipta­skrár að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla vegna áhættuvarna fyrir OTC-afleiðu­samninga sem mið­lægur mótaðili hefur ekki stöðustofnað. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 109-111.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 9. mars 2023, bls. 33, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/667 frá 19. desember 2018 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 um að fresta gildistöku stöðustofnunarskyldu fyrir ákveðna OTC-afleiðusamninga, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 252-254.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2155 frá 22. september 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 149/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 80 frá 16. desember 2021, bls. 1-7.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2021 frá 19. mars 2021, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5 frá 18. janúar 2024, bls. 51-53, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/236 frá 21. desember 2020 um breyt­ingu á tæknilegum stöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2016/2251 að því er varðar tímasetninguna þegar tilteknar verklagsreglur um áhættustýringu taka gildi að því er varðar skipti á tryggingum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 13-17.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/237 frá 21. desember 2020 um breyt­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 að því er varðar daginn þegar stöðu­stofnunar­­skyldan tekur gildi fyrir tilteknar gerðir samninga. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 18-21.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar­innar (ESB), með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 331/2022 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 29. júní 2023, bls. 68, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2310 frá 18. október 2022 um breyt­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) nr. 149/2013 að því er varðar gildi viðmiðunarfjárhæðar stöðustofnunar fyrir stöður sem haldið er í OTC-hrávöruafleiðusamningum og öðrum OTC-afleiðusamningum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 11. maí 2023, bls. 395-396.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2311 frá 21. október 2022 um breyt­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) nr. 153/2013 að því er varðar tímabundnar neyðarráðstafanir um kröfur um tryggingar. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 20 frá 9. mars 2023, bls. 242-244.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnar­innar (ESB), með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/2023 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77 frá 26. október 2023, bls. 55-56, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/750 frá 8. febrúar 2022 um breyt­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2015/2205 að því er varðar umbreytingu yfir í nýjar viðmiðanir sem vísað er til í ákveðnum OTC-afleiðu­samningum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 99-103.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/314 frá 25. október 2022 um breyt­­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2016/2251 að því er varðar daginn þegar tilteknar verklagsreglur um áhættustýringu koma til framkvæmda að því er varðar skipti á tryggingum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 104-105.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/315 frá 25. október 2022 um breyt­­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 að því er varðar daginn þegar stöðustofnunar­skyldan tekur gildi fyrir tilteknar gerðir samninga. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 106-108.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnar­innar (ESB), með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2024 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 3. október 2024, bls. 24-25, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1855 frá 10. júní 2022 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tækni­lega eftirlits­staðla sem tilgreina nánar lágmarksupplýsingar gagna sem tilkynna á um til viðskipta­skráa og tegund tilkynninga sem ber að nota. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 310-342.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1856 frá 10. júní 2022 um breytingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) nr. 151/2013 sem tilgreina nánar verklagsreglur um aðgang að upplýsingum um afleiður ásamt tæknilegu og rekstrarlegu fyrirkomulagi aðgangs að þeim. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 343-349.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1857 frá 10. júní 2022 um breytingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) nr. 150/2013 að því er varðar upplýsingarnar sem skulu vera í umsóknum um skráningu sem viðskiptaskrá og í umsóknum um framlengingu skráningar sem viðskiptaskrá. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 350-354.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1858 frá 10. júní 2022 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina verklagsreglur við afstemmingu gagna milli viðskipta­skráa og verklags­reglur sem viðskiptaskrá á að beita til að ganga úr skugga um að skýrslu­gefandi mótaðili eða aðili sem leggur fram gögn hlíti kröfunum um skýrslugjöf og til að sannreyna heilleika og réttleika tilkynntra gagna. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 355-373.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1860 frá 10. júní 2022 um tækni­lega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar staðla, snið, tíðni og aðferðir og fyrirkomulag skýrslugjafar. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 374-420.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar­innar (ESB), með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 387/2021, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/361 frá 13. desember 2018 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 151/2013 að því er varðar aðgang að gögnum í vörslu viðskiptaskráa. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 11. maí 2023, bls. 29-33.
Skilja ber tilvísanir til aðila að seðlabankakerfi Evrópu þannig að þær taki til seðlabanka EFTA-ríkjanna, til viðbótar við merkingu þeirra í reglugerðinni.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/362 frá 13. desember 2018 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 150/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru upplýsingar er varða umsókn um skráningu sem viðskiptaskrá. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 76 frá 17. nóvember 2022, bls. 1-11.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/363 frá 11. október 2023 um breyt­ingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2015/2205 að því er varðar umbreytingu yfir í viðmiðanirnar millibankadagvexti í Tókýó (TONA) og viðmið­unar­vexti fyrir tryggða fjármögnun (SOFR) sem vísað er til í ákveðnum OTC-afleiðu­samningum, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2024 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60 frá 8. ágúst 2024, bls. 31, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 84-87.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, öðlast þegar gildi. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 1024/2024 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.

 

Seðlabanka Íslands, 5. nóvember 2024.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 19. nóvember 2024