1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, 121., 122., 123. og 124. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2214 frá 23. október 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun og nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu dufti, fitusneyddu að hluta til, úr chia-fræi (Salvia hispanica). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 539.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2847 frá 20. desember 2023 um leyfi til að setja á markað lífmassa úr eplafrumurækt sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 546.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2851 frá 20. desember 2023 um leyfi til að setja á markað að hluta til vatnsrofið prótín úr dreggjum úr byggi (Hordeum vulgare) og hrísgrjónum (Oryza sativa) sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 550.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2852 frá 20. desember 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/1581 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu óleóresínum úr þörungunum Haematococcus pluvialis sem eru auðug af astaxantíni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 556.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a – 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. september 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
|