Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 442/2012

Nr. 442/2012 11. maí 2012
REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar.

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004, um sam­ræmingu almannatryggingakerfa, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009, um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa, skulu öðlast gildi hér á landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 frá 1. júlí 2011 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.

Reglugerðirnar skulu gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

2. gr.

Reglugerðirnar skv. 1. gr. taka til eftirtalinna málefna, sbr. 3. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004:

a)

sjúkrabóta,

b)

bóta til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildra bóta til feðra,

c)

örorkubóta,

d)

bóta vegna elli,

e)

bóta til eftirlifenda,

f)

bóta vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma,

g)

styrkja vegna andláts,

h)

atvinnuleysisbóta,

i)

bóta sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð,

j)

fjölskyldubóta.

3. gr.

Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands og Vinnumálastofnun eru samskipta­stofnanir, sbr. 1. gr. b reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009, varðandi þau málefni sem þeim hafa verið falin með lögum og talin eru upp í 2. gr.

4. gr.

Í reglugerð þessari er mælt fyrir um gildistöku reglugerðanna varðandi þau málefni sem talin er upp í 2. gr. og velferðarráðuneytið fer með.

Í reglugerð nr. 443/2012 er kveðið á um gildistöku reglugerðanna varðandi önnur þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. og fjármálaráðuneytið fer með.

5. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 54, frá 6. október 2011, bls. 46, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 19, frá 29. mars 2012, bls. 23, nr. 988/2009, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 12, frá 1. mars 2012, bls. 26, og nr. 987/2009, sem birt er í EES-viðbæti nr. 7, frá 2. febrúar 2012, bls. 266, eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga um atvinnu­leysis­trygg­ingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnu­leysis­trygginga­sjóðs, 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum, og 55. gr., sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2012.

Frá sama tíma falla úr gildi auglýsingar nr. 550/1993, 367/1994 og 291/1997 og reglu­gerðir nr. 587/2000, 588/2000, 591/2000, 592/2000, 811/2000, 831/2000, 847/2001, 862/2001, 507/2002, 526/2002, 356/2003, 440/2003, 777/2004, 782/2004, 819/2004, 11/2006, 13/2006, 463/2007, 514/2007, 790/2007, 367/2008, 646/2008, 647/2008, 855/2008, 29/2009, 420/2009, 503/2009, 524/2009, 833/2009 og 994/2009.

Velferðarráðuneytinu, 11. maí 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 22. maí 2012