Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 763/2020

Nr. 763/2020 3. ágúst 2020

AUGLÝSING
um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 758/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Við 3. gr. auglýsingarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að uppfyllt séu skilyrði 4. gr. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir 1.000 m² að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja 10 m² umfram 1.000 m², þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt.

 

2. gr.

Á eftir orðinu „almenningssamgöngum“ í 2. mgr. 4. gr. auglýsingarinnar kemur: þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur.

 

3. gr.

Við 5. gr. auglýsingarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. um fjöldatakmörkun má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Sé hámarksfjöldi gesta ekki skráður í starfsleyfi skal miða gestafjölda við helming þess fjölda sem fataskiptirými gerir ráð fyrir. Börn fædd árið 2015 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir gefur út nánari leiðbeiningar um sund- og baðstaði vegna COVID-19 og fyrir líkamsræktarstöðvar. Ákvæði þetta tekur einnig til baðstaða í náttúrunni eftir því sem við á.

Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 23.00.

 

4. gr.

Auglýsing þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 3. ágúst 2020.

 

F. h. r.

 Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 4. ágúst 2020