Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 93/2023

Nr. 93/2023 31. janúar 2023

REGLUGERÐ
um (5.) breytingu á reglugerð um stuðningslán, nr. 534/2020.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „12“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 18.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá getur lánastofnun heimilað að lán verði endurgreitt með allt að 18 jöfnum greiðslum á jafn mörgum mánuðum síðasta hluta láns­tímans.
  3. Í stað „fimm“ og „þremur“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: fimm og hálft; og: þremur og hálfu.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 13. gr. og 24. gr. laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 31. janúar 2023.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.


B deild - Útgáfud.: 3. febrúar 2023