1. gr.
Eftirfarandi skilgreining bætist við skilgreiningar í 2. reglu:
„Afmælisdagsetning (e. anniversary date)“, er sá mánaðardagur og mánuður á hverju ári sem samsvarar gildislokadegi viðkomandi skírteinis og skoðunarfyrirkomulags.
2. gr.
Í stað 6. reglu I. kafla viðauka I við reglugerðina koma eftirfarandi reglur:
6. regla
Eftirlit og skoðun.
1) Eftirlit og skoðun á skipi skal, til að framfylgja ákvæðum þessara reglna og undanþágum frá þeim, gerð af embættismönnum stjórnvalda. Stjórnvöld geta þó veitt annaðhvort skoðunarmönnum sem sérstaklega eru tilnefndir til þess eða stofnunum viðurkenndum af stjórnvöldum umboð til að annast eftirlit og skoðanir. Fjarskiptastofa telst stjórnvald er lítur að reglu 6b. og fer með yfirumsjón með framkvæmd skoðunar á fjarskiptabúnaði og gefur út leyfisbréf til notkunar fjarskiptatækja. Fjarskiptastofa getur veitt aðilum umboð til skoðunar á fjarskiptabúnaði, enda uppfylli þeir kröfur innviðaráðuneytisins um menntun og þjálfun starfsmanna svo og kröfur um nauðsynlegan tækjabúnað.
2) Stjórnvöld, sem tilnefna skoðunarmenn eða viðurkenna stofnanir til að annast eftirlit og skoðanir, svo sem tilgreint er í 1. mgr., skulu að lágmarki veita hverjum tilnefndum skoðunarmanni eða viðurkenndri stofnun umboð:
|
a) |
til að krefjast viðgerða á skipi; og |
|
b) |
til að annast eftirlit og skoðanir, sé eftir því óskað af viðeigandi yfirvöldum hafnarríkis. |
3) Þegar tilnefndur skoðunarmaður eða viðurkennd stofnun ákvarðar að ástand skipsins eða búnaður þess sé ekki efnislega í samræmi við einstök atriði skírteinisins eða þannig að skipið sé ekki hæft til að halda til hafs án hættu fyrir skipið eða menn um borð, skal sá skoðunarmaður eða stofnun þegar í stað tryggja að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar og einnig skal á tilhlýðilegum tíma tilkynna málið til stjórnvalda. Ef slíkar úrbætur eru ekki gerðar er æskilegt að viðeigandi skírteini séu fjarlægð, auk þess skal þegar í stað tilkynna það stjórnvöldum; og ef skipið er í erlendri höfn skal einnig þegar í stað tilkynna það viðeigandi yfirvöldum hafnarríkisins.
4) Í sérhverju tilviki, skulu stjórnvöld ábyrgjast að öllu leyti að eftirlitið og skoðunin séu gerð á fullkominn og skilvirkan hátt og eru stjórnvöld jafnframt skuldbundin til að tryggja að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til að fullnægja þessari skyldu.
6a. regla
Skoðanir á björgunarbúnaði og öðrum búnaði.
1) Björgunarbúnaður og annar búnaður, sem um getur í a-lið 2. mgr. skal sæta skoðunum eins og um getur hér á eftir:
|
a) |
upphafsskoðun skipsins, áður en það er tekið í notkun; |
|
b) |
endurnýjunarskoðun með millibilum, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnvalda en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar 2., 5. og 6. mgr. 11. reglu eiga við; |
|
c) |
reglubundinni aðalskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir aðra afmælisdagsetningu eða innan þriggja mánaða fyrir eða eftir þriðju afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip sem skal gerð í staðinn fyrir eina af árlegu skoðununum sem tilgreindar eru í d-lið 1. mgr. Stjórnvald getur hins vegar ákveðið að reglubundin aðalskoðun skuli fara fram innan þriggja mánaða fyrir aðra afmælisdagsetningu og þremur mánuðum eftir þriðju afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip; |
|
d) |
árlegri skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip; og |
|
e) |
aukaskoðun, annaðhvort allsherjar- eða hlutaskoðun eftir aðstæðum, skal framkvæmd eftir viðgerð í kjölfar rannsókna sem kveðið er á um í 6d. reglu eða í hvert sinn sem meiri háttar viðgerðir eða endurnýjanir eru gerðar. Skoðunin skal þannig gerð að tryggt sé að nauðsynlegar viðgerðir eða endurnýjanir hafa verið gerðar með fullnægjandi hætti, efni og verkvöndun slíkra viðgerða eða endurnýjana séu í öllum atriðum viðunandi og að skipið uppfylli í hvívetna ákvæði þessara reglna, gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvaldsins í því sambandi. |
2) Skoðanirnar sem um getur í 1. mgr. skulu gerðar sem hér segir:
|
a) |
upphafsskoðunin skal fela í sér allsherjarskoðun á brunaöryggisbúnaði og -tækjum, björgunarbúnaði og fyrirkomulagi hans nema fjarskiptabúnaði, siglingatækjum, búnaði fyrir leiðsögumenn til að fara um borð og frá borði og öðrum búnaði sem II., III., IV., V., VI., VII., VIII., X. og XI. kafli gilda um til að tryggja að þessi búnaður uppfylli kröfur þessara reglna, að hann sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð. Í ofangreindri skoðun skal einnig skoða brunavarnaráætlanir, sjóferðagögn, ljósin, dagmerkin, búnað til hljóðmerkja- og neyðarmerkjagjafar um borð í skipinu til að tryggja að hann sé í samræmi við ákvæði þessara reglna svo og gildandi alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó ef við á; |
|
b) |
endurnýjunarskoðanir og reglubundnar aðalskoðanir skulu fela í sér skoðun á búnaðinum sem um getur í a-lið 2. mgr. til að tryggja að hann sé í samræmi við viðeigandi kröfur þessara reglna og gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, að hann sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð; og |
|
c) |
árleg skoðun skal fela í sér almenna skoðun á búnaði sem um getur í a-lið 2. mgr. til að tryggja að honum sé viðhaldið í samræmi við kröfur 1. mgr. 6d. reglu og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð. |
3) Reglubundnu aðalskoðanirnar og árlegu skoðanirnar sem um getur í c- og d-lið 1. mgr. skulu færðar inn á öryggisskírteini fyrir fiskiskip.
6b. regla
Skoðanir á fjarskiptabúnaði.
1) Fjarskiptabúnaðurinn, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði um borð í skipum sem VII. og IX. kafli gilda um skal sæta skoðunum eins og um getur hér á eftir:
|
a) |
upphafsskoðun skipsins, áður en það er tekið í notkun; |
|
b) |
endurnýjunarskoðun með millibilum, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnvalda en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar 2., 5. og 6. mgr. 11. reglu eiga við; |
|
c) |
reglubundin aðalskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip; og |
|
d) |
aukaskoðun, annaðhvort allsherjar- eða hlutaskoðun eftir aðstæðum, skal framkvæmd eftir viðgerð í kjölfar rannsókna sem kveðið er á um í 6d. reglu eða í hvert sinn sem meiri háttar viðgerðir eða endurnýjanir eru gerðar. Skoðunin skal þannig gerð að tryggt sé að nauðsynlegar viðgerðir eða endurnýjanir hafi verið gerðar með fullnægjandi hætti, efni og verkvöndun slíkra viðgerða eða endurnýjana séu í öllum atriðum viðunandi og að skipið uppfylli í hvívetna ákvæði þessara reglna, gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvaldsins í því sambandi. |
2) Skoðanirnar sem um getur í 1. mgr. skulu gerðar sem hér segir:
|
a) |
upphafsskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á fjarskiptabúnaði, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði, til að tryggja að þessi búnaður uppfylli kröfur þessara reglna; og |
|
b) |
endurnýjunarskoðanir og reglubundnar aðalskoðanir skulu fela í sér skoðun á fjarskiptabúnaði, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði, til að tryggja að þessi búnaður uppfylli kröfur þessarar reglna. |
3) Reglubundnu aðalskoðanirnar sem um getur í c-lið 1. mgr. skulu færðar inn á öryggisskírteini fyrir fiskiskip.
6c. regla
Skoðanir á burðarvirki, vélum og tækjum.
1) Burðarvirki, vélbúnaður, rafbúnaður og búnaður (annað en atriði sem tengjast 6a. og 6b. reglu) eins og um getur í a-lið 2. mgr. skulu sæta skoðunum og eftirliti eins og um getur hér á eftir:
|
a) |
upphafsskoðun, þar með talið skoðun á ytra byrði botns áður en skipið er tekið í notkun; |
|
b) |
endurnýjunarskoðun með millibilum, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnvalda en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar 2., 5. og 6. mgr. 11. reglu eiga við; |
|
c) |
milliskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir aðra afmælisdagsetningu eða innan þriggja mánaða fyrir eða eftir þriðju afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip, sem skal gerð í staðinn fyrir eina af árlegu skoðununum sem tilgreindar eru í d-lið 1. mgr. Stjórnvald getur hins vegar ákveðið að milliskoðunin skuli fara fram innan þriggja mánaða fyrir aðra afmælisdagsetningu og þremur mánuðum eftir þriðju afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip. |
|
d) |
árlegri skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja afmælisdagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip; |
|
e) |
að lágmarki tvær skoðanir á ytra byrði botns á þurru á hverju fimm ára tímabili og fimm ára gildistíma öryggisskírteinisins nema þegar 5. mgr. 11. reglu á við. Þegar 5. mgr. 11. reglu á við má framlengja þetta fimm ára tímabil þannig að það stemmi við framlengdan gildistíma skírteinisins. Í öllum tilvikum skal millibilið milli hverra tveggja slíkra skoðana ekki vera lengra en 36 mánuðir. Önnur skoðunin á ytra byrði botns skal vera hluti af endurnýjunarskoðun skipsins og má sú skoðun á ytra byrði botns framkvæmast frá og með fjórðu árlegu skoðuninni. Ytra byrði botns úr tré skal þó skoða á þurru innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja árlegu dagsetningu öryggisskírteinis fyrir fiskiskip; og |
|
f) |
aukaskoðun, annaðhvort allsherjar- eða hlutaskoðun eftir aðstæðum, skal framkvæmd eftir viðgerð í kjölfar rannsókna sem kveðið er á um í 6d. reglu eða í hvert sinn sem meiri háttar viðgerðir eða endurnýjanir eru gerðar. Skoðunin skal þannig gerð að tryggt sé að nauðsynlegar viðgerðir eða endurnýjanir hafi verið gerðar með fullnægjandi hætti, efni og verkvöndun slíkra viðgerða eða endurnýjana séu í öllum atriðum viðunandi og að skipið uppfylli í hvívetna ákvæði þessara reglna, gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvaldsins í því sambandi. |
2) Skoðanirnar sem um getur í 1. mgr. skulu gerðar sem hér segir:
|
a) |
upphafsskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á burðarvirki, vélum, rafbúnaði og búnaði. Þessi skoðun skal vera þannig að tryggt sé að fyrirkomulag, efni, efnismál og verkvöndun burðarvirkisins, katlar og önnur þrýstihylki og fylgibúnaður þeirra, aðal- og hjálparvélar, þar með talinn stýrisbúnaður og tengd stjórnkerfi, rafbúnaður og annar búnaður sé í fullu samræmi við kröfur þessara reglna, sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð og að stöðugleikaupplýsingarnar sem krafist er séu fyrir hendi; |
|
b) |
endurnýjunarskoðunin skal fela í sér skoðun á burðarvirki, vélbúnaði, rafbúnaði og búnaði sem um getur í a-lið 2. mgr. til að tryggja að þessi búnaður uppfylli kröfur þessarar reglna að hann sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð; |
|
c) |
milliskoðunin skal fela í sér skoðun á burðarvirki, kötlum og öðrum þrýstihylkjum, vélbúnaði, rafbúnaði, stýrisbúnaði og tengdum stjórnkerfum og rafbúnaði til að tryggja að þessi búnaður sé í viðunandi ástandi og fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð; |
|
d) |
árleg skoðun skal fela í sér almenna skoðun á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði sem um getur í a-lið 2. mgr. til að tryggja að þessum búnaði hafi verið viðhaldið í samræmi við 1. mgr. 6d. reglu og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð; og |
|
e) |
skoðunin á ytra byrði botns skipsins og eftirlit með stýrisbúnaði, öxulbúnaði og tengdum atriðum sem skoðuð eru á sama tíma skal vera þannig að tryggt sé að þessir þættir séu fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð. |
3) Milliskoðanirnar og árlegu skoðanirnar á ytra byrði botns skips sem um getur í c-, d- og e-lið 1. mgr. skulu færðar inn á öryggisskírteini fyrir fiskiskip.
6d. regla
Viðhald eftir skoðun.
1) Ástandi skipsins og búnaði þess skal haldið við til að ákvæðum þessara reglna sé fullnægt og til að tryggja að skipið sé á allan hátt hæft til að halda til hafs, án hættu fyrir það eða þá menn sem eru um borð í því.
2) Að lokinni sérhverri skoðun á skipinu, sem kveðið er á um í 6a., 6b. eða 6c. reglu er óheimilt að gera breytingar á fyrirkomulagi burðarvirkis þess, vélbúnaði, búnaði eða öðrum atriðum, sem skoðunin hefur náð til, án samþykkis stjórnvalda.
3) Hvenær sem slys verður í tengslum við skip eða þegar galli kemur í ljós, sem annaðhvort hefur áhrif á öryggi skipsins eða á virkni björgunarbúnaðar þess eða að eitthvað vanti í hann eða annan búnað, skal skipstjóri eða eigandi skipsins við fyrsta tækifæri senda skýrslu um slíkt til stjórnvalda, tilnefnda skoðunarmannsins eða viðurkenndu stofnunarinnar, eftir því hvaða aðili er ábyrgur gagnvart útgáfu á viðkomandi skírteini, sem síðan skal sjá um að rannsókn fari fram, til að ákveða hvort skoðun, sem kveðið er á um í 6a., 6b. eða 6c. reglu, sé nauðsynleg. Ef skipið er í erlendri höfn skal skipstjóri eða eigandi skipsins einnig tilkynna atvikið til viðkomandi yfirvalda hafnarríkisins og tilnefndi skoðunarmaðurinn eða viðurkennda stofnunin skal ganga úr skugga um að slík skýrsla hafi verið gerð.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. reglu I. kafla viðauka I við reglugerðina:
Í stað orðanna „skoðanir samkvæmt 6. reglu, 1. tölul. a)“ í 2. mgr. kemur: upphafsskoðanir samkvæmt viðauka þessum.
4. gr.
Í stað orðanna „samsvarandi þeirri gerð sem sýnd er í viðauka V við tilskipunina“ 9. reglu I. kafla viðauka I við reglugerðina kemur: Á formi sem Samgöngustofa ákveður að teknu tilliti til fyrirmyndar tilskipunarinnar.
5. gr.
Í stað 11. reglu I. kafla viðauka I við reglugerðina kemur eftirfarandi regla:
11. regla
Tímalengd og gildi skírteina.
1) Stjórnvald skal tilgreina til hversu langs tíma öryggisskírteini fyrir fiskiskip er gefið út. Þó skal það aldrei gilda lengur en til fimm ára. Undanþáguskírteini fyrir fiskiskip skal ekki gilda lengur en gildistíma þess skírteinis sem það vísar til.
2) |
a) |
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., þegar lokið er við endurnýjunarskoðun innan þriggja mánaða áður en gildandi skírteini rennur út, tekur hið nýja skírteini gildi á þeim degi sem endurnýjunarskoðun lýkur og skal ekki gilda lengur en til fimm ára frá þeim degi sem eldra skírteinið fellur úr gildi. |
|
b) |
Sé endurnýjunarskoðun lokið eftir að gildandi skírteini rennur út tekur hið nýja skírteini gildi á þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur og skal ekki gilda lengur en til fimm ára frá þeim degi sem eldra skírteinið fellur úr gildi. |
|
c) |
Sé endurnýjunarskoðun lokið meira en þremur mánuðum áður en gildandi skírteini rennur út tekur hið nýja skírteini gildi á þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur og skal ekki gilda lengur en til fimm ára frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur. |
3) Ef skírteini er gefið út til skemmri tíma en fimm ára getur stjórnvald framlengt gildistíma þess fram að þeim hámarkstíma sem tilgreindur er í 1. mgr. að því tilskildu að skoðanirnar sem um getur í 6a., 6b. og 6c. reglu séu framkvæmdar eins og við á þegar skírteini er gefið út til fimm ára.
4) Hafi endurnýjunarskoðun verið lokið og ekki er hægt að gefa út nýtt skírteini eða koma því um borð í skipið áður en gildandi skírteini rennur út má einstaklingurinn eða stofnunin sem hefur til þess heimild stjórnvalda árita gildandi skírteini og skal slíkt skírteini tekið gilt og hafa gildistíma sem skal þó ekki vera lengri en fimm mánuðir frá því að það rennur út.
5) Sé skip ekki í höfn þar sem það á að sæta skoðun þegar skírteini rennur út mega stjórnvöld framlengja gildistíma skírteinisins en einungis má veita slíka framlengingu í því skyni að leyfa skipinu að ljúka sjóferð sinni til hafnarinnar þar sem á að skoða það og einungis í tilvikum þar sem slíkt virðist viðunandi og skynsamlegt. Ekki skal framlengja gildistíma neins skírteinis lengur en um þrjá mánuði og skip sem fær framlengingu skal ekki, við komu þess í höfn þar sem skoðun á að fara fram, í krafti slíkrar framlengingar halda úr þeirri höfn án þess að hafa nýtt skírteini. Að endurnýjunarskoðun lokinni skal gefið út nýtt skírteini sem skal ekki gilda lengur en til fimm ára frá gildistíma skírteinis áður en framlenging var veitt.
6) Í sérstökum tilvikum þurfa ný skírteini ekki að hafa útgáfudagsetningu frá þeim degi sem gildandi skírteini rennur út eins og krafist er í b-lið 2. mgr. eða 5. mgr. Í þessum sérstöku tilvikum skal nýja skírteinið ekki gilda lengur en til fimm ára frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur.
7) Sé árlegri skoðun, milliskoðun eða reglubundinni aðalskoðun lokið fyrir þann tíma sem tilgreindur er í viðeigandi reglum þá:
|
a) |
skal afmælisdagsetningunni sem tilgreind er í viðeigandi skírteini breytt með áritun til dagsetningar sem skal ekki vera síðar en þremur mánuðum frá þeim degi sem skoðuninni lauk; |
|
b) |
skal síðari árlegri skoðun, milliskoðun eða reglubundinni aðalskoðun sem krafist er samkvæmt viðeigandi reglum lokið með millibilum sem mælt er fyrir um í þessum reglum með því að nota nýja afmælisdagsetningu; og |
|
c) |
getur sá dagur sem skírteinið rennur út verið óbreyttur að því tilskildu að ein eða fleiri árleg skoðun, milliskoðun eða reglubundin aðalskoðun, eftir því sem við á, séu framkvæmdar þannig að ekki líði lengri tími á milli skoðananna en sá hámarkstími sem mælt er fyrir um í viðeigandi reglum. |
8) Skírteini, sem gefið er út samkvæmt 7. eða 8. reglu, er úr gildi fallið ef eitthvert eftirtalinna tilvika kemur upp:
|
a) |
ef viðeigandi skoðanir eru ekki framkvæmdar innan þess tíma sem tilgreindur er í 1. mgr. 6a. reglu, 1. mgr. 6b. reglu og 1. mgr. 6c. reglu; |
|
b) |
ef skírteinið er ekki áritað í samræmi við þessar reglur; og |
|
c) |
ef skipið hefur verið flutt undir fána annars ríkis. |
9) Hafi skírteini ekki verið framlengt samkvæmt ákvæðunum í 5. tölul. er stjórnvöldum heimilt að framlengja skírteinið um einn mánuð frá þeim degi er gildistími þess rennur út og tilgreindur er á því. Að endurnýjunarskoðun lokinni skal gefið út nýtt skírteini sem skal ekki gilda lengur en til fimm ára frá gildistíma skírteinis áður en framlenging var veitt.
6. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. og 3. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipalaga nr. 66/2021 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 10. maí 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
|