1. gr.
Í stað I. viðauka reglnanna kemur nýr I. viðauki, sem birtur er með reglum þessum.
2. gr.
Í stað III. viðauka reglnanna kemur nýr III. viðauki, sem birtur er með reglum þessum.
3. gr.
Í stað V. viðauka reglnanna kemur nýr V. viðauki, sem birtur er með reglum þessum.
4. gr.
Í stað VI. viðauka reglnanna kemur nýr VI. viðauki, sem birtur er með reglum þessum.
5. gr.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 38. gr., 40. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1833 frá 24. október 2019 um breytingu á I., III., V. og VI. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/54/EB að því er varðar hreinar tæknilegar breytingar, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 223/2022 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/739 frá 3. júní 2020 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/54/EB að því er varðar að bæta SARS-CoV-2 við skrána yfir líffræðilega skaðvalda sem vitað er að valda sýkingu í mönnum og um breytingu á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1833, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2021, öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 28. nóvember 2022.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.
VIÐAUKAR (sjá PDF-skjal)
|