Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 301/2020

Nr. 301/2020 2. apríl 2020

REGLUR
um útflutningsleyfi á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks vegna COVID-19.

1. gr.

Gildissvið og markmið.

Reglur þessar gilda um útflutning hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem tiltekinn er í fylgi­skjali I við reglur þessar.

Markmið reglnanna er að uppfylla skilyrði sem sett eru fram í reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2020/402 frá 14. mars 2020, um að gera útflutning tiltekinna vara háðan leyfi, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/426 frá 19. mars 2020, um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/402.

 

2. gr.

Útflutningsleyfi.

Óheimilt er að flytja út hlífðarbúnað skv. 1. gr. til annarra ríkja en þeirra sem talin eru upp í 2. mgr. að undangenginni útgáfu leyfis frá Lyfjastofnun, sbr. 3. gr.

Ekki er krafist útflutningsleyfis vegna útflutnings til EES-ríkja, Sviss, Færeyja, Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkanborgar, sem og erlendra ríkja og svæða sem tilgreind eru í II. við­auka við sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins.

 

3. gr.

Umsókn um leyfi og afgreiðsla.

Umsókn um leyfi til útflutnings á hlífðarbúnaði skv. 1. mgr. 2. gr. skal send til Lyfjastofnunar.

Umsóknir skulu afgreiddar innan fimm virkra daga frá móttöku. Við sérstakar aðstæður er heimilt að lengja afgreiðslutíma um fimm virka daga til viðbótar.

Við mat sitt á því hvort gefa eigi út útflutningsleyfi skal Lyfjastofnun hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, ákvæði 3. tölul. 2. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/402.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með stoð í 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi og gilda til 25. apríl 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 2. apríl 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.

 

Fylgiskjal
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 3. apríl 2020