Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1593/2022

Nr. 1593/2022 21. desember 2022

REGLUGERÐ
um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2023.

1. gr.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ráðstafar framlagi til einstakra sveitarfélaga til að mæta kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árunum 2022-2024, sbr. XXV. ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Framlög til einstakra sveitarfélaga skulu ekki vera hærri en umframkostnaður sveitarfélagsins af framkvæmd laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að frádregnum ávinningi sem sveitarfélagið fær af þeim.

 

2. gr.

Við úthlutun framlagsins til sveitarfélaga árið 2023, skal hlutfallsskipta fjármagni til ráðstöfunar á grundvelli eftirfarandi breytna fyrir hvert sveitarfélag sem allar hafa jafnt vægi, og byggja á upp­lýsingum frá Hagstofu Íslands:

  1. Fjöldi barna 1. janúar 2022.
  2. Meðaltal barna með stuðning í grunnskólum skólaárin 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021 og fjöldi barna með stuðning í leikskólum árin 2019, 2020 og 2021.
  3. Fjöldi barna á heimilum með undir 60% af miðgildi ráðstöfunartekna árið 2021.
  4. Fjöldi innflytjenda af fyrstu og annarri kynslóð 1. janúar 2022.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli XXV. ákvæðis til bráðabirgða og 18. gr. laga um tekju­stofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, tekur gildi 1. janúar 2023. Við gildis­töku hennar fellur úr gildi reglugerð nr. 1455/2021 um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022.

 

Innviðaráðuneytinu, 21. desember 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2022