I. KAFLI
1. gr.
Öll afhending, miðlun og notkun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands er leyfisskyld og háð samþykki stofnunarinnar.
II. KAFLI
Gjald fyrir afnot matsfjárhæða og matskerfa og skráningu nýrra fasteigna.
2. gr.
Gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta.
Sveitarfélög skulu greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda. Skal gjaldið nema 0,0060% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Gjaldið skal innheimt árlega í janúarmánuði.
3. gr.
Gjald fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi.
Vátryggingafélög skulu greiða gjald fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi. Skal gjaldið nema 0,00021% af brunabótamati allra húseigna sem eru tryggðar hjá viðkomandi vátryggingafélagi í lok hvers mánaðar. Gjaldið skal innheimt mánaðarlega.
4. gr.
Gjald fyrir stofnun fasteignar.
Gjald fyrir stofnun nýrrar fasteignar í fasteignaskrá |
kr. |
35.200 |
III. KAFLI
Gjald fyrir upplýsingar úr fasteignaskrá og þinglýsingahluta.
5. gr.
Samsetning gjalds.
Auk gjalds fyrir aðgang að upplýsingum skv. ákvæðinu í 6. gr. skal greiða einingaverð, sbr. 7., 8. og 9. gr.
6. gr.
Aðgangur að upplýsingum úr fasteignaskrá.
Gjald fyrir aðgang að upplýsingum úr fasteignaskrá er sem hér segir:
Mánaðarlegt þjónustugjald vefþjónustu og vefuppflettingar |
kr. |
4.100 |
Stofngjald vefþjónustu |
kr. |
68.800 |
Stofngjald gagnaveitu |
kr. |
232.300 |
Gjald fyrir breytingar rafrænna skilríkja |
kr. |
6.900 |
7. gr.
Einingaverð úr fasteignaskrá.
Greiða skal einingaverð fyrir upplýsingar úr hverju svæði í fasteignaskrá. Svæðin eru:
- mannvirkja- og lóðasvæði,
- matssvæði,
- eigendasvæði.
Einingaverð er miðað við fjölda fasteigna sem óskað er upplýsinga um og tekur mið af fjölda svæða fyrir hverja fasteign. Miðað er við notkun á einu almanaksári og reiknast afsláttur þegar tilteknum fjölda fasteigna er náð.
Fjöldi fasteigna |
Eitt svæði |
Tvö svæði |
Þrjú svæði |
1 - 70.000 |
kr. 24 |
kr. 48 |
kr. 72 |
70.001 - 140.000 |
kr. 21 |
kr. 42 |
kr. 63 |
Fleiri en 140.000 |
kr. 18 |
kr. 36 |
kr. 54 |
Önnur einingaverð fyrir upplýsingar úr fasteignaskrá eru sem hér segir:
Yfirlitsmynd (yfirlit heitis) |
kr. |
72 |
Eigendasaga fasteignar |
kr. |
72 |
Breytingasaga fasteignar |
kr. |
72 |
8. gr.
Einingaverð úr þinglýsingarhluta.
a) |
Veðbandayfirlit: |
|
Gjald fyrir rafrænar fyrirspurnir úr þinglýsingarhluta er samkvæmt 24. gr. laga nr. 6/2001. |
b) |
Rafræn veðbandavöktun: |
|
Mánaðargjald fyrir rafræna vöktun á breytingum á veðbandayfirliti eignar er miðað við fjölda eigna í vöktun á hverju almanaksári: |
Fjöldi eigna í vöktun |
Verð fyrir hverja eign |
1 - 100 |
kr. 71 |
101 - 1.000 |
kr. 47 |
1.001 - 10.000 |
kr. 39 |
10.001 - 20.000 |
kr. 31 |
Fleiri en 20.000 |
kr. 23 |
c) |
Rafræn endurrit skjala: |
Skjalalisti (listi yfir rafræn endurrit skjala í þinglýsingarhluta): |
kr. |
72 |
Gjald fyrir rafrænt endurrit skjals í þinglýsingarhluta: |
kr. |
291 |
9. gr.
Einingaverð úr verðskráningargrunnum.
Gjald fyrir upplýsingar um hverja fasteign úr verðskráningargrunnum Þjóðskrár Íslands.
Einingaverð úr kaupskrá |
kr. |
117 |
Einingaverð úr leiguskrá |
kr. |
117 |
10. gr.
Grunnupplýsingar úr staðfanga- og landeignahluta fasteignaskrár.
Grunnupplýsingar úr staðfangahluta fasteignaskrár eru án endurgjalds, en til grunnupplýsinga teljast hnitpunktar, heiti og auðkennisnúmer. Grunnupplýsingar úr landeignahluta fasteignaskrár eru án endurgjalds, en til grunnupplýsinga teljast landeignanúmer, skráð stærð, ef hún er til staðar, og hnitsett eignarmörk landeigna, ef þau eru til staðar.
IV. KAFLI
Gjald fyrir upplýsingar úr þjóðskrá.
11. gr.
Samsetning gjalds.
Auk gjalds fyrir aðgang að upplýsingum skv. 12. gr. skal greiða einingaverð og árgjald eftir því sem við á, sbr. 13. og 15. gr.
12. gr.
Aðgangur að upplýsingum úr þjóðskrá.
Greiða skal árgjald fyrir afhendingu upplýsinga úr þjóðskrá:
|
|
Gjald fyrir starfsstöð, kr. |
Gjald fyrir útibú, kr. |
I. Grunnskrá þjóðskrár: |
|
|
|
Grunnskrá |
117.200 |
30.000 |
|
Grunnskrá með viðbótarupplýsingum A |
140.900 |
30.000 |
|
Grunnskrá með viðbótarupplýsingum B |
234.700 |
30.000 |
II. Aðrar skrár þjóðskrár: |
|
|
Horfinnaskrá 1 |
30.000 |
26.900 |
|
Horfinnaskrá 2 |
44.700 |
26.900 |
|
Horfinnaskrá 3 |
111.400 |
26.900 |
|
Utangarðsskrá 1 |
15.100 |
7.700 |
|
Utangarðsskrá 2 |
25.300 |
7.700 |
|
|
|
|
|
Grunngjald er greitt fyrir aðalstarfsstöð og auk þess útibúsgjald fyrir hverja starfsstöð sé notandi með fleiri starfsstöðvar. Aðili sem er með rekstur innan skilgreindrar starfsstöðvar á annarri kennitölu en þeirrar starfsstöðvar skal greiða útibúsgjald.
13. gr.
Aðgangur að upplýsingum úr þjóðskrá í vefþjónustu eða uppflettikerfum.
Gjald fyrir aðgang að upplýsingum úr þjóðskrá í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt, eða sambærilegu viðmóti er sem hér segir:
Einingaverð er samkvæmt 15. gr.
Mánaðarlegt þjónustugjald |
kr. |
4.100 |
Stofngjald vefþjónustu |
kr. |
68.900 |
14. gr.
Úrtök og vinnslur úr þjóðskrá.
Vinnsla úrtaks úr þjóðskrá er háð leyfi Þjóðskrár Íslands. Gjald fyrir rafræn afnot af nafnaskrá þjóðskrár til vinnslu úrtaksgagna og til póstdreifingar er sem hér segir:
Afsláttur er veittur eftir stærð úrtaks og reiknast þegar tiltekinni stærð úrtaks er náð, sbr. eftirfarandi töflu, en ekki er greitt einingaverð fyrir fleiri en 100.000 einstaklinga.
|
|
Upphafsgjald, kr. |
Grunnskrá, kr. |
Viðbót A, kr. |
Upphafsgjald (innifalið allt að 500 nöfn) |
11.100 |
|
|
Einingaverð |
501 - 10.000 |
|
9,7 |
14,5 |
Einingaverð |
10.001 - 30.000 |
|
5,5 |
8,0 |
Einingaverð |
30.001 - 50.000 |
|
4,5 |
6,5 |
Einingaverð |
50.001 - 100.000 |
|
3,5 |
5,0 |
15. gr.
Einingaverð fyrir upplýsingar.
Einingaverð fyrir upplýsingar úr þjóðskrá er sem hér segir:
Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá |
kr. |
10 |
Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá ásamt viðbótarupplýsingum A |
kr. |
14 |
Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá ásamt viðbótarupplýsingum B |
kr. |
18 |
Einingaverð fyrir upplýsingar úr horfinnaskrá |
kr. |
14 |
Einingaverð fyrir upplýsingar úr kerfiskennitöluskrá |
kr. |
14 |
V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
16. gr.
Sérvinnslur.
Gjald fyrir sérvinnslur úr skrám Þjóðskrár Íslands er sem hér segir:
Einingaverð upplýsinga úr fasteignaskrá samkvæmt III. kafla.
Einingaverð upplýsinga úr þjóðskrá samkvæmt IV. kafla.
Einingaverð fyrir staðfestingu á upplýsingum |
|
|
úr þinglýsingarhluta um tiltekna eign |
kr. |
94 |
Límmiðagjald/línugjald pr. stk./línu á sérvinnslum á pdf formi |
kr. |
10 |
Byrjunargjald sérvinnslu (innifalið 2 klst. vinna sérfræðings) |
kr. |
41.400 |
Vinna umfram 2 klst. er greidd samkvæmt 17. gr.
Sé óskað eftir endurteknum sérvinnslum skal gera um það skriflegan samning við stofnunina þar sem fjöldi afhendinga á 12 mánaða tímabili er ákveðinn. Afsláttur er veittur eftir fjölda afhendinga á tímabilinu sem hér segir en greitt er fyrir hverja afhendingu.
Fjöldi afhendinga á almanaksári |
Afsláttur af reiknuðu gjaldi afhendingar |
1 afhending á ári |
100% gjald fyrir 1. afhendingu |
2-4 afhendingar á ári |
25% afsláttur af gjaldi fyrir 2.-4. afhendingu |
Fleiri en 5 afhendingar |
50% afsláttur af gjaldi fyrir afhendingar umfram 5 |
17. gr.
Tímavinna.
Tímagjald almenns starfsmanns pr. klst. |
kr. |
9.750 |
Tímagjald sérfræðings pr. klst. |
kr. |
14.200 |
Fyrir útkall eftir almennan opnunartíma er innheimt að lágmarki 4 tímar á taxta almenns starfsmanns.
18. gr.
Vottorð, uppfletting og ljósrit.
Gjald fyrir vottorð, uppflettingu í skrám, ljósrit o.fl. er sem hér segir:
Vottorð sem krefjast sérvinnslu:
Tímagjald samkvæmt 16. og 17. gr. |
|
|
Einföld vottorð úr þjóðskrá |
kr. |
1.300 |
Ítarleg vottorð úr þjóðskrá |
kr. |
2.750 |
Stök uppfletting í þjóðskrá |
kr. |
700 |
Vottorð úr fasteignaskrá |
kr. |
700 |
Afhending lista úr fasteignaskrá |
kr. |
700 |
Ljósrit pr. bls. |
kr. |
20 |
Staðfest ljósrit úr skrám |
kr. |
700 |
Einingaverð fyrir staka uppflettingu forsjárupplýsinga |
kr. |
20 |
Einingaverð fyrir staka uppflettingu um vensl einstaklinga |
kr. |
20 |
|
|
|
Eignastöðuvottorð: |
|
|
Fyrir hverja kennitölu |
kr. |
3.100 |
Viðbótargjald fyrir hverja færslu |
kr. |
44 |
Rafræn afhending vottorða:
A) |
Eignastöðuvottorð: |
|
|
|
Fyrir hverja kennitölu |
kr. |
670 |
B) |
Stimpilgjald skjala vegna fasteigna í byggingu: |
|
|
|
Vottorð fyrir áætlað fasteignamat fyrir fasteignir í byggingu |
kr. |
400 |
19. gr.
Skilríki.
20. gr.
Miðlun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands.
Miðlun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands er óheimil nema fyrir liggi samningur um miðlun. Með miðlun upplýsinga er átt við miðlun til þriðja aðila hvort sem hún fer fram gegn gjaldi (endursala) eða ekki. Auk árgjalds er greitt fyrir upplýsingarnar samkvæmt III., IV. og V. kafla eftir því sem við á.
Árgjald miðlara |
kr. |
333.800 |
21. gr.
Vinnsla með persónuupplýsingar úr skrám Þjóðskrár Íslands.
Vinnsla með persónuupplýsingar úr skrám Þjóðskrár Íslands fyrir hönd þriðja aðila er óheimil nema fyrir liggi samningur um slíka vinnslu. Átt er við hvers kyns tölfræðivinnslu, úrtaksvinnslu eða aðra vinnslu fyrir þriðja aðila hvort sem hún fer fram gegn gjaldi (endursala) eða ekki. Auk árgjalds er greitt fyrir upplýsingarnar samkvæmt III., IV. og V. kafla eftir því sem við á.
Árgjald vinnsluaðila |
kr. |
49.000 |
22. gr.
Undanþágur frá gjaldskrá.
Þjóðskrá Íslands er heimilt að veita eftirtöldum aðilum afslátt eða undanþágur frá gjaldtöku:
- Námsmönnum sem upplýsingar þurfa vegna verkefna í þágu náms.
- Opinberum aðilum sem halda skrár á landsvísu og upplýsingar eða vinnsla er hluti af gagnkvæmum upplýsingasamskiptum.
- Fjölmiðlum ef upplýsingar varða heildarfjölda eða summutölur úr skrám.
- Skráningaraðilum sem annast skráningu í skrár Þjóðskrár Íslands.
- Miðlurum Þjóðskrár Íslands 10% afslátt af gjöldum vegna endursölu upplýsinga sem taldar eru upp í 7. gr. og staflið c) 8. gr. og uppfletting í lögræðisskrá og forsjárupplýsingar skv. 18. gr.
23. gr.
Lagaheimild og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 24. gr. laga, nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum, 6. mgr. 1. gr. laga, nr. 25/1965, um útgáfu og notkun nafnskírteina, með síðari breytingum, 3. mgr. 19. gr. laga nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga og 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis V við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1241/2019 um sama efni.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. desember 2020.
F. h. r.
Hermann Sæmundsson.
|