1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 4. mgr. breytist og orðast svo:
Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í hjúkrunarfræði takmarkast við töluna 120.
- Á eftir 4. mgr. bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Samkeppnispróf eru haldin í desember ár hvert. Nemendum sem standast öll samkeppnispróf er raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og er 120 nemendum með hæstu meðaleinkunnirnar boðið námspláss á vormisseri næsta árs. Ef færri en 120 nemendur ná öllum samkeppnisprófum er nemendum sem hafa fallið í einu prófi raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og þeim nemendum sem hlotið hafa hæsta meðaleinkunn boðið námspláss á vormisseri 1. námsárs, þar til náð hefur verið þeim fjölda nemenda sem fjöldatakmörkun kveður á um.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2019–2020.
Háskóla Íslands, 12. febrúar 2019.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|