1. gr.
Gjaldskrá þessi er sett í samræmi við 15. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, og samþykkt um fráveitur í Múlaþingi, nr. 1401/2023.
2. gr.
Eiganda eða rétthafa fasteignar sem tengst getur fráveitu Múlaþings ber að greiða gjald fyrir tengingu við veituna sbr. 13. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Gjaldið stendur undir kostnaði við tengingar fráveitu og tekur mið af gerð, stærð og lengd tenginga. Með tengigjaldi er innheimt hlutdeild í stofnkostnaði við aðliggjandi fráveitukerfi.
Af öllum nýbyggingum, hvort sem eru á eignar- eða leigulóðum á starfssvæði veitunnar skal greiða tengigjald sem hér segir:
100–149 mm tenging (allt að 20 m löng, frá stofnlögn að lóðamörkum) 285.600 kr. 150–200 mm tenging (allt að 20 m löng, frá stofnlögn að lóðamörkum) 344.800 kr.
Þar sem sérstakar aðstæður eru til staðar eða tenging er lengri en 20 metrar skal lóðarhafi greiða raunkostnað við að tengja viðkomandi fasteign við veituna.
3. gr.
Múlaþing innheimtir fráveitugjald af öllum fasteignum á starfssvæði veitunnar, sem tengdar eru eða munu tengjast henni, sbr. 14. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Fráveitugjaldið, ásamt öðrum tekjum fráveitunnar stendur undir rekstri hennar.
Árlegt fráveitugjald í Múlaþingi er 0,31% af fasteignamati fasteigna og lóða.
4. gr.
Ekki eru í gildi reglur um niðurfellingu eða afslátt á tengi- eða fráveitugjaldi veitunnar.
5. gr.
HEF annast hreinsun rotþróa í eigu fasteignaeigenda á starfssvæði veitunnar þriðja hvert ár. Gjaldið er miðað við raunkostnað við hreinsun, urðun seyru og umsjón með verkinu.
Árlegt gjald í Múlaþingi fyrir hreinsun hverrar rotþróar:
≤ 6,0 rúmmetrar |
22.700 kr. |
|
> 6,0 rúmmetrar |
5.600 kr. |
fyrir hvern m³ þróar |
6. gr.
Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að hreinsa rotþró sérstaklega, skal greiða sérstakt gjald sem er 70% álag á árlegt hreinsunargjald. HEF er einnig heimilt að innheimta sérstakt aukagjald þar sem þannig háttar til að um óvenjumikinn kostnað er að ræða við hreinsun rotþróa, stærð þróar er meiri en stærðatafla í 5. gr. nær yfir, eða þegar sérstakar aðstæður krefjast aukinnar þjónustu. Miðað er við að gjaldið endurspegli þann raunkostnað sem af verkinu hlýst.
7. gr.
HEF innheimtir tengigjöld. Gjalddagi þeirra er við útgáfu reiknings og er eindagi 15 dögum síðar.
Múlaþing innheimtir fráveitugjald og gjald fyrir hreinsun rotþróa með fasteignaskatti og eru gjalddagar þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts.
Fráveitugjaldi og tengigjaldi ásamt innheimtukostnaði og vöxtum fylgir lögveðsréttur í fasteigninni í tvö ár frá gjalddaga. Lögveð þetta gengur fyrir eldri sem yngri samnings- og aðfararveðum og yngri lögveðum. Ef hús brennur eftir að fráveitugjald eða heimæðargjald gjaldfellur er sami forgangsréttur í brunabótafjárhæð fasteignarinnar. Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds.
Ofangreind gjöld hafa verið uppreiknuð frá síðustu gjaldskrá skv. breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar til nóvember 2024 (gildistími) sem er 120,9 stig (grunnur 2021).
8. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var 12. nóvember 2024 af stjórn HEF veitna skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1651/2023.
Múlaþingi, 13. desember 2024.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri.
|